25. febrúar 2008

Stóra Google samsærið


Jónína Ben:


Mér er sagt að PR menn séu með allt sem þeir finna neikvætt um mig inn á google. Ég veit það ekki því ég held sálarró með því að fara aldrei inn á svona ógeð.

Mér finnst furðulegt að þetta samsæri hafi ekki fengið meiri fjölmiðlaathygli. Google-ógeðið er bersýnilega uppkokkað af „PR mönnum” sem eru að reyna að eyðileggja mannorð heiðvirðra og geðheilla borgara á borð við Jónínu Ben.


Ég myndi stofna undirskriftalista og reyna að stemma stigu við þessari viðurstyggilegu þróun — ef ekki væri fyrir þá alkunnu staðreynd að undiskriftasíður á Netinu eru allar hluti af hinu stóra samsæri Frímúrara um að sölsa undir sig skyndibitamarkaðinn á Íslandi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Undarlegheit Jónínu eiga sér fáar hliðstæður. Hún og Arnþrúður Karlsdóttir eru sitthvor hlið á sama skolpræsisloki.

Nafnlaus sagði...

Þú mátt koma og slafra í þig mottuna á mér hvenær sem er, Óli minn. Ást, Jónína