15. febrúar 2008

Mótvægisaðgerðir

Hvernig í ósköpunum dettur þessum mænusködduðu moldvörpum sem stjórna þessu landi í hug, að þessar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar við kvótaskerðingunni hafi eitthvað að segja fyrir þá sem fyrir skerðingunni verða?


Mænusködduð moldvarpa


Við höfum nú heyrt af því að búið sé að segja upp tugum starfsfólks í sjávarútvegi vítt og breitt um landið. Í morgun las ég svo að stóra trompinu hefur verið spilað út af hálfu ríkisstjórnarinnar. Spaðaásinn er kominn á borðið góðir hálsar — það er óþarfi að halda niðrí sér andanum lengur:


Það hefur sem sagt verið ákveðið að ráða tvo starfsmenn til viðbótar, tímabundið, til starfa við Héraðsskjalasafnið á Egilsstöðum!


Nú detta manni auðvitað allar lýs af höfði og eftir svona löðrung hefur maður enga orku í að tína þær upp aftur.


Hversu margir urðu fyrir kvótaskerðingu á Egilsstöðum? Hversu margir ætli hafi misst vinnunna þarna lengst inní landi, út af því að það er minna af þorski í sjónum þetta árið?


Ég er svo kjaftstopp að ég á bara ekki krónu! Ætli sjávarútvegsráðherra viti hvar Egilsstaðir eru? Auðvitað vill náttúrulega enginn af þessu útnára-krummaskuði vita, en menn gætu þó sagt sér það strax, bara við að heyra þetta fáránlega nafn, að staðurinn hljóti að vera staðsettur eins asnalega og raun ber vitni!


Bjargvættur sjávarbyggðanna?


Nú er ég opinberlega móðgaður! Ég er móðgaður út í þessi sjóðsitjandi sveskjufés sem hafa ekki hugmyndaflug í neitt gáfulegra en að ætla sér að ráða 2 aukastarfsmenn við skráningar á Héraðsskjalasafninu á Egilsstöðum á meðan fiskverkafólk missir vinnuna í tugatali.

6 ummæli:

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Tu, tu, tu...

Oft hefur þér nú tekist betur til en í þessum pistli, bróðir sæll.

Í fyrsta lagi er illa talað um Egilsstaði að ástæðulausu. Þá segir þú að Egisstaðir séu langt inni í landi og útnári (það gengur ekki upp, er það?).

Í þriðja lagi er það ekki markmið mótvægisaðgerðanna að „hjálpa neinum yfir hjallann“ – þvert á móti fe rnú fram grisjun í sjávarútvegi sem er búin að vera mörg ár á leiðinni. Því fleiri sem deyja, því heilbrigðari stendur atvinnugreinin eftir.

Það sem verið er að gera er að skjóta fleiri fótum undir atvinnulíf staðanna eða nærsveita. Einmitt setja peninga í eitthvað annað en fisk, sem á sér síðan lífsvon.

Dálítið grimmt, því verður ekki neitað, en svona álíka og að velja þá sem líffæraþega sem eiga sér mesta lífsvon. Til hvers að setja nýtt hjarta í kransæðasjúkling sem er að fara að drepast úr krabbameini eftir hálft ár?

Nafnlaus sagði...

Útnári eða annað krummaskuð..skiptir ekki öllu..skilaboðin komust til skila. Ég eftirlæt það ykkur hinum bræðrunum að leika ykkur í þessum orðaleikjum...Ég lem þig bara næst þegar ég sé þig,ef þú ert að ybba gogg:)
Það getur vel verið að það sé sóun að setja nýtt hjarta í kransæðasjúkling,en alger óþarfi að henda því í einhvern sem kom bara til að láta rétta í sér tennurnar !!!
Bóla

Nafnlaus sagði...

Nú er ég opinberlega móðgaður ! Ég er móðgaður út í þig, sjóðsitjandi sveskjufés, sem talar illa um fæðingarstað minn að ástæðulausu. :)

Þetta er svipað og að svekkja sig yfir því að ráðin var starfsmaður á bókasafn LSH á meðan fiskverkafólk missir vinnuna í tugatali. Hvernig missir maður vinnuna annars í tugatali ? :)

Ánægður með bekkjarbróðir minn samt :)

Bestu kveðjur,

Gísli Sig

Nafnlaus sagði...

:)sæll Gísli..var ekki búinn að taka eftir þessu kommenti fyrr en nú:) Satt að segja var ég farinn að bíða eftir því að einhver risi upp,annar en bjáninn hann bekkjarbróðir þinn :)

Byrjum á byrjuninni...það er ekkert að því að svekkja sig yfir því ef ráðin(n) hefur verið starfsmaður við LSH, sem mótvægi við kvótaskerðingunni.... mér er slétt sama hversu mikið bróðir minn reynir að réttlæta svona bull..það vita það allir þenkjandi menn, að þetta er varla svaravert og í besta falli hlægilegt.

Hitt..þú spyrð hvernig maður missir vinnuna í tugatali?? Ég viðurkenni vel, að ég brosti við að lesa þetta, en þó svo að ég geti ekki misst vinnuna í tugatali, þá getur fiskverkafólk vel misst vinnuna í tugatali.. það er nefnilega verið að telja fólkið sjáðu til, ekki vinnuna sem það missir...fólk getur misst vinnuna í þúsundatali jafnvel...svo lengi sem við séum að tala um fólk í þúsundatali:)
En...það skal áréttað að ég gerði mér vel grein fyrir því að þið ,annars ágætu bræður,ættuð allir taugar til Egilsstaða (kanski kveikti það bara meira í mér)...en ég hef ákveðið að vera haður andófsmaður allra "minni plássa" í landinu og úthrópa þau öll sem krummaskuð og djöfuldóm. Sjálfur hef ég búið í sirka öðru hverju þeirra, en svona hef ég ákveðið að hafa þetta,og hvet menn til að taka því mátulega alvarlega og hlægja með..
Bóla :)

Nafnlaus sagði...

hehe....ég náðu þessu alveg með fiskverkafólkið og tugatalið.....hvernig er tugatal annars ? :)

mbk,
Gísli

Nafnlaus sagði...

Sem innlegg í umræðuna hér langar mig að benda á pistil sem ég setti inn á bloggsíðuna mína í gær (tilvist.wordpress.com) þar sem ég útskýri af hverju skráningarstörfin þurfa að vinnast á Egilsstöðum.

Kveðja.
Hrafnkell Lárusson