Ég tel að lykilatriði í uppeldi barna sé að þau fái sem flest tækifæri til að prófa og þróa hæfileika sína, til að mynda, væri gott ef til væru einhver hljóðfæri á hverju heimili, tölvur, ýmis verkfæri, spil og annað sem börnin gætu prófað og leikið sér að, fljótlega kemur í ljós hvar áhugasvið og hæfileikar hvers og eins liggja, í framhaldi er þá hægt að virkja þá á sem bestan hátt t.d. með tónlistarnámi, eða öðru námi. Þá á ég við áhugasvið og hæfileika barnanna, en ekki foreldranna, það vil nefnilega ansi oft brenna við að foreldrar ætlist til að börnin hafi áhuga á eða læri eitthvað sem foreldrarnir eru sjálfir spenntir fyrir.
Í grunnskóla (skyldunámi) ættu að vera möguleikar til að gefa nemendum kost á að prófa hinar ýmsu iðngreinar, jafnvel önnur störf eins og t.d. fiskvinnslu, aðhlynningarstörf eða hvaða aðrar starfsgreinar. Það geta að sjálfsögðu ekki allir orðið læknar, lögfræðingar eða viðskiptafræðingar, enda höfum við ekkert með það að gera, það þarf nefnilega líka að sinna öllum hinum störfunum, og hver veit nema að í hópi grunnskólanemenda leynist fólk sem hefur hæfileika eða jafnvel áhuga á að sinna þeim störfum. Hvers vegna ættum við að stoppa það ? Við höfum hamast við það undanfarna áratugi að reyna að passa að helst vilji enginn vinna við fiskvinnslu eða önnur sambærileg störf, gamli „frasinn“ sem við höfum flest heyrt nú eða jafnvel sagt er „sígildur“ : Ef þú heldur ekki áfram að læra góði/góða, þá lendir þú bara í að vinna í fiski, sem þýðir, á íslensku; ef þú heldur ekki áfram að læra, þá ferðu beint til helvítis. Hvað er að því að vinna þessi störf ? einhverjir verða hvort sem er að gera það, þetta er spurning um að fólk fái að velja sér starf sem fellur að áhugasviði og hæfileikum hvers og eins. Góður flakari í fiskvinnslu sem hefur hæfileika og áhuga á því starfi, gæti í fyrsta lagi haft fínar tekjur, auk þess gæti honum jafnvel þótt gaman í vinnunni , sumir eiga eflaust erfitt með að trúa því. Að sama skapi á að sjálfsögðu að styðja við bakið á þeim sem hafa áhuga á öðru námi, eins og læknisfræði, lögfræði osfrv. eða hverju öðru sem þeir einstaklingar hafa áhuga á og hæfileika til að taka sér fyrir hendur.
Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki auðvelt fyrir fólk á aldrinum 16 – 20 ára að átta sig á því hvað það langar að gera að æfistarfi, ( ég er til dæmis sjálfur á fimmtugsaldri og veit ennþá ekkert hvað mig langar að verða, en ég er þó núna í starfi sem mér líkar afskaplega vel og hef ánægju af.) Það er mjög mikilvægt að gefa ungu fólki tækifæri til að finna nám eða störf sem passa hverjum einstaklingi sem allra best , þannig munum við fá hæfasta fólkið á hverju sviði og fleira fólk sem líður vel í vinnunni . Það er örugglega betra að vera góður vörubílstjóri, sem hefur ánægju af sínu starfi, heldur en t.d. tannlæknir sem þolir ekki starfið, en fór í það af því að kaupið er gott eða af því að pabbi vildi það.
Ég vitna í skáldið: Búum til betri börn.
Ólafur Ragnar Hilmarsson.
3 ummæli:
Hvaða rugl er þetta? Þrír bræður og pabbi þeirra að blogga saman.
Allir meira eða minna geðbilaðir og siðblindir. Einn þeirra virðist vera skólastjóri í grunnskóla úti á landi
og vílar ekki fyrir sér að gera árásir á annan skólastjóra og segja honum að drepa sig.
Viljum við að svona pakk ali upp börnin okkar?
Hmmmmmm, já það er von að þú spyrjir.
æi voðalega líður þessum fyrsta kommentara illa. En fyrst þessari spurningu er varpað fram, þá held ég að það standi ekki til boða að þessir fjórir ali upp börnin okkar... eða er það nokkuð. Þó einn þeirra sé skólastjóri, þá er það ekki hans að ala upp börnin okkar er það? Allavega sé ég um uppeldið á börnunum mínum og reikna með því skólastjórinn stýri skólanum. Jafnvel þó hann kenni, þá er uppeldi barna, annarra en hans eigin, ekki í hans verkahring.
Skrifa ummæli