Það er ekki öllum gefið að skrifa góðan róg. Ég hef því ákveðið að halda í gamla hefð netrænnar samfélagsþjónustu og býð hverjum sem það vill að fá Meiðyrðaþjarkinn til að hjálpa til við rógburðinn. Þjarkurinn finnst hér vinstra megin á síðunni.
Áður en ýtt er á takkann verður þú þó að gera þér grein fyrir því að þú ert að fara að semja róg — og jafnvel rætinn — um nafntogaða/-n einstakling/-a. Þegar þú ýtir á takkann ertu ein/-n ábyrg/-ur fyrir rógnum sem þú framkallar því rógurinn var ekki til sem slíkur fyrr en kaust að vekja hann til lífsins.
Til gamans má geta að líkurnar á að semja hinn alræmda róg „Ómar R. Valdimarsson er aðalrasisti bloggheima” eru 1 á móti 789.205.328.
5 ummæli:
Íslenska kýrin er tittur.
"Já, ég er vondur við skáta en það er bara vegna þess að Dorrit er mannæta” segir Gilzenegger.
„Get ekki að því gert þótt ég sé dónalegur” segir Ólafur Sindri Ólafsson.
"Össur Skarphéðinsson er lygari."
Hildur Lilliendahl er mannæta.
hohohohoho
Skrifa ummæli