Fyrirsögnin er að þessu sinni ákaflega bókstafleg, þótt það hljómi kannski ótrúlega. Sjálfur hef ég alltaf ímyndað mér hljóðrásina í Helvíti sem einhverskonar eitís-tónlist en til eru hópar kristinna (sem vilja trúa öllu illu upp á Helvíti) sem fullyrða — já, hreinlega fullyrða — að vísindamönnum hafi fyrir allnokkru síðan tekist að festa á band kvalaóp fordæmdra sálna þar sem þær eru grillaðar í logum Vítis.
Ég veit svosem ekki nákvæma forsögu málsins. En frásögnin er að sjálfsögðu studd miklum gögnum. Ég man til dæmis eftir að hafa lesið um tilraunir bæði Bandaríkjamanna og Rússa til að bora sig í gegn um jarðskorpuna. Bandaríkjamenn völdu sjóinn (þar sem skorpan er þunn) á Moho-svæðinu í Mexíkóflóa (það var í fyrstu kallað MoHole-verkefnið en breyttist í NoHole þegar árangurinn kom í ljós). Rússar boruðu einhversstaðar á þurru landi. Af hverju einhverjum ætti að detta í hug að láta hljóðnema síga niður í holuna, og hvernig það á að hafa verið gerlegt læt ég liggja á milli hluta. Kannski var þetta einhver allt önnur hola.
Hitt veit ég að til er hópur fólks sem er mjög áfram um að tekið sé trúanlegt að á þessari hljóðskrá séu hin raunverulegu öskur fordæmdra sálna. Og hvað veit ég?
3 ummæli:
Bwahahaha
Var þetta ekki bara á Ölstofu Kormáks og Skjaldar?
hmm..er Þetta Laufey Lind Sturludóttir sem varð í 145.sæti í Skemmtiskokkinu í Reykjavík árið 1992, á tímanum :1:07:37 ??? Ja hérna...alveg stór-merkilgt :)
kv,Bóla
Það er nú ekki það eina sem ég hef unnið mér til frægðar en jú, þetta er hún. Bendi þó á sérlega færslu um það atvik á bloggsíðu bróður míns:
http://krossfiskur.blogcentral.is færslan myndi bera nafnið "Vík þú hlaupaferill fyrir mömmudjásn" og er neðarlega á síðunni.
Og jafnvel þó að ég hafi samkvæmt honum hlotið silfur skeinipappírinn þá var ég örugglega í síðasta sæti af þeim sem fæddir voru 1978, ætti því með réttu að fá að skeina mér með gullpappír.
Ertu enn að taka í vörina? Spilarðu enn á tvo strengi? ding ding ,dududu, ding ding. :)
Skrifa ummæli