7. febrúar 2008

Geðveikt gaman


Flest siðuð ríki hafa lög sem banna áreitni vegna þeirra þátta sem ekki eru taldir á valdi einstaklingsins. Yfirleitt er hugsað um þætti eins og kynhneigð eða -þátt í þessu samhengi. Það er nokkuð sérkennilegt að það er eins og menn hafi ekki þorað að taka samskonar afstöðu hvað varðar geðheilsu. Það þarf ekki annað en að horfa á havaríið í kringum Britney Spears sem sumir taka fullan þátt í en aðrir telja sér aðeins samboðið að draga dár af. Æ sterkari rök benda til þess að Britney sé alvarlega veik á geði. Það er öllum ljóst að hin gríðarlega og látlausa neikvæða athygli sem hún fær hefur þegar gert mikinn skaða.


Fyrir því hefur verið barist að litið sé á geðsjúkdóma eins og hverja aðra sjúkdóma. En á sama tíma er barist fyrir því að fólk með fatlanir eða alvarlega sjúkdóma njóti sannmælis að því leyti að viðurkennt sé að líkamlegur sjúkdómur sé ekki til marks um sjúkan anda. Þarna er spenna. Maður getur ekki lagt hjartasjúkdóm að jöfnu við oflæti. Geðsjúk manneskja hefur oft tapað getunni til lágmarksvirkni og á stundum er dómgreind hennar verulega brengluð.


Stór hluti samskipta (bæði á netinu og víðar) byggir á þeirri grundvallarforsendu að þar sé vettvangur fólks með nægilega óskerta dómgreind til að það endi ekki með ósköpum. Þegar í ljós kemur að misbrestur hafi orðið á því, endar það oft illa. Fullorðnir menn í gervi unglinga að klæmast við stálpaðar stelpur eru eitt dæmi. Hatursfullar ofsóknir eru annað.


Við höfum aðeins tvær varnir gegn slíkum ósköpum. Við getum beitt forvörnum. Frætt t.d. unglinga um mögulegar hættur og aðferðir sjúkra manna svo þau gangi ekki bláeygð í gildruna. Vandinn er að það er ekki eins auðvelt að yfirfæra slíkar forvarnir á geðveikt fólk, því vandamálin þar lúta ekki fyrst og fremst að reynsluleysi eða vanþekkingu. Hin aðferðin er að takmarka aðgengi. Það er t.d. lagst mjög eindregið gegn óheftri netnotkun ungs fólks. Ætti að sama skapi að leggjast gegn óheftri netnotkun geðsjúkra? Væri það framkvæmanlegt? Ráðlegt?


Taflan :: Sj?pjall? Voru ?il?

Fjölmargir ungir ódæðismenn eiga geðræn vandamál og skaðsama netnotkun sameiginlega. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá dæmi um afar skýr merki geðrænna vandamála í íslensku netheimunum. Uppbyggilegasti vettvangurinn er líklega Taflan, þar sem fjölmargt fólk sem augljóslega þjáist af andlegum kvillum (og annar eins fjöldi sem gerir það ekki) sækir í nærveru hvers annars. Viðbjóðslegasti vettvangurinn er líklega Handahóf, þar sem ungir strákar virðast hreinlega taka hvern annan í læri og soga til sín margt það sjúklegasta af netinu. Þeim til varnar má segja að langflestir þeirra eru heilbrigðir ungir menn með eðlilega áhuga á því sjúklega og skuggalega. Það breytir þó ekki því að heilbrigður áhugi á hinu sjúklega getur hæglega orðið sjúklegur. Þeim er viss vorkunn þótt þeir kunni ekki við barnaklámstimpilinn sem DV gaf þeim þegar um er að ræða myndir af hálfberum stelpum á aldur við þá — en það þarf ekki að skoða vefinn lengi til að sjá sannindamerki þess að þar eru virkilega sjúkir einstaklingar samanvið og að þar skín í gegn sjúklegt viðhorf.


Handah?enningin

Barnaland hefur af og til dregist inn í deilur geðsjúkra. Veikt fólk stundar vefinn líka og af og til hafa málin farið úr böndunum. Sjúklingar hafa misst stjórn á sér og aðrir hafa misst stjórn á sér gagnvart hinum sjúku og gert ástandið verra.


Loks er að nefna heimasíður geðsjúkra einstaklinga. Veffangarinn er skýrt og sorglegt dæmi. Það allra sorglegasta er að hann gefur á sér svo stórkostlegt færi að það væri leikur einn fyrir einhverja kjána eins og þá á Handahófi að nýta sér bágindi hans sér til skemmtunar. Þess sjást enda skýr merki að þar innanborðs eru einstaklingar sem ekki hika við slíkt. Keli er annað dæmi. Harpa er hið þriðja.


Af öllu þessu fólki er Harpa augljóslega langgreindust og best meðvituð um eigin sjúkdóm. Í raun er blogg Hörpu eitt af þeim bestu á Íslandi. Það er líka holl lesning þeim sem vilja dýpka skilning sinn á geðveiki. Samt sem áður má ekki gleyma því að Harpa er veik — og stundum meira að segja mjög veik. Og þeir sem lesið hafa blogg hennar lengi (eins og ég) vita að stundum verður ástandið ískyggilegt. Harpa þolir illa árásir og á það til að bregðast mjög harkalega við þeim, sérstaklega ef hún er viðkvæm fyrir. Hún fer þá oft í einhverskonar fyrirlitningarkrossferð gegn kvölurum sínum.


Nýlegir atburðir á bloggi hennar, þar sem einhver bjáninn af Barnalandi (sem heitir víst núna ER — til að má ófrægingarstimpilinn af fyrra nafninu) þóttist vera einhver önnur og kommentaði á blogg Hörpu, leiddi af sér viðbrögð sem eru allt annað en skynsamleg eða eðlileg. Og þótt ekkert sé verulega sjúklegt við það að Harpa hnusi upp IP-tölur, hringi í lögregluna, móðgist við lögregluna, opinberi þá móðgun sína, daðri við hakkara — þá blasir við að komið er upp eldfimt ástand, eins og raunar oft áður, og maður fer að óttast um næstu skref, því Harpa virðist ekki átta sig á því að það eru einstaklingar á BL sem löngu eru búnir að læra inn á veikleika hennar. Og veikleikinn er sá að þegar á móti blæs andlega þá er hægt að hrinda af stað spíral með vel tímasettri árás (sem þó verður að vera þannig að Harpa sjái ástæðu til að taka til varna). Það er nefnilega miklu áhrifaríkara að mana Hörpu upp í slag heldur en að ausa hana svívirðingum. Fólk með alvarlegt þunglyndi hefur enda lært fátt betur en að lifa með svívirðingum (hvort sem það eru þeirra eigin eða annarra).


Og svo byrjar salíbunan. Harpa reiðist, kunngjörir reiði sína og mótvægisaðgerðir, fer mikinn í smá tíma og hrapar svo niður í mikla vanlíðan — bjánunum til mikillar gleði.


Blogg H?

Það segir sig sjálft að við getum ekki með góðu móti haldið geðsjúku fólki frá netinu. Það hlýtur líka að vera óskynsamlegt. Ég held að eina leiðin sé sú að viðurkenna internetið sem meiriháttar áhrifavald í lífi geðsjúkra og leita raunhæfra leiða til að verja þá sem viðkvæmastir eru. Við skuldum samfélaginu það.


Allt í kringum okkur eru geðveikir netverjar að fremja opinber sjálfsmorð, jafnvel fjöldasjálfsmorð; morð, fjöldamorð; guma af nauðgunum og misnotkun. Það er tölfræðileg smæð sem hefur varið okkur gegn hinu versta hingað til. Það er engin ástæða til að ætla að svo haldist lengi enn.

18 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ragnar, á ekkert að koma í heimsókn til Húsavíkur?

Nafnlaus sagði...

Tja, ég veit svo sem ekki til þess að Harpa hafi fallið illa eða veikst verr í sambandi við þetta mál, enda segist hún ekki ætla lengra með það nema ef ég ákveð að kæra (sem ég mun ekki gera, nema viðkomandi kennslisþjófur haldi áfram).

Hvernig ræðurðu það annars að hún hafi fallið í mikla vanlíðan? Ég fæ ekki lesið það af færslunum, að minnsta kosti. En kannski þekkirðu betur til en ég.

Ég held reyndar að hann/hún/það sé ekki sérstaklega að ráðast að Hörpu, þar sem komment kom frá viðkomandi á aðra síðu, einnig undir mínu nafni. Ég vil frekar meina að hann/hún sé sjálf/ur ekki sérlega sterkur andlega. Hins vegar finnast mér viðbrögð lögreglufulltrúans eins og Harpa lýsir þeim, ansi gróf og frekar til þess fallin að láta fólki líða illa en það sem fram fór á síðunni í þetta skiptið.

Hins vegar man ég vel eftir árásum Barnalandskvenna á Hörpu fyrir þó nokkru síðan. Það var auðvitað fyrirlitlegt, en gersamlega ólíkt þessu tilfelli.

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Sæl Hildigunnur.

Ég segi hvergi að Harpa hafi veikst sérstaklega vegna þessa máls. Það sem ég segi er að hér er farið í gang svipað ferli og nokkrum sinnum áður. Ég vona að málið gangi ekki lengra og Harpa láti hér við sitja.

Það sen vekur mér ugg eru síðustu færslur Hörpu sem mér finnst algjörlega úr takti við umfang og eðli málsins. Sumt í þeim finnst mér hreint og beint benda til þverrandi dómgreindar. Það er til dæmis ekki samboðið henni að daðra við eitthvað vigilanti-réttlæti.

Ég vona að hún láti málið niður falla hér með. Ég vona líka að þessi bjánalegi doppelganger þinn stoppi.

Ég er ekki að segja að Harpa hafi kastast eitthvað óskaplega til andlega, ég er aðeins að segja að hún sendi frá sér öll merki þess að losnað hafi um – og þá er lag fyrir illgjarna að reyna að ýta henni norður og niður (eins og áður hefur raunar gerst).

Nafnlaus sagði...

Sæll og ég skil þig.

Stoppi hálfvitinn geri ég bókað ekki meira í málinu og ég mun svo sannarlega ekki espa Hörpu upp í neitt rugl. Vil henni allt hið besta.

Nafnlaus sagði...

Ég þakka hrósið, geðlæknisgreininguna á óstabílu geðslagi mínu og varnaðarorð. Margt er til í þessu öllu en eitt gleymdist: Ég hef starfað sem framhaldsskólakennari í 20 ár. Í því starfi sjóast maður alveg rosalega. Einhver smágerpi eða lygamerðir á vefnum koma manni ekki svo auðveldlega úr jafnvægi.

Aftur á móti get ég vel viðurkennt að stundum þykir mér gaman að munnhöggvast við mér heimskara fólk, t.d. Barnlendinga. Stundum nenni ég því aftur á móti ekki.

Ef við leggjum saman góðan forða af pillum og mikla reynslu af starfi sem fær heilbrigðasta fólk til að flippa yfir og skaffar því taugaáfall ... ja, þá held ég að ég verði bara í nokkuð góðum gír áfram miðað við að ég er talsvert veik og búin að vera í meir en ár.

Mér þótti þetta mál með geðrofnu vofuna Hildigunnar bara vera gott tækifæri til að rifja um cmd-skipanir / DOS-skipanir, sem á einhverju skeiði hafa stuðast úr minninu. Dónt worrí, Hildigunnur þótt einhverjir strákpjakkar eða maurildi bjóði upp á sálgreiningu á sínu bloggi; það er ekki mikið að marka hana!

Nafnlaus sagði...

Er ekki Keli bara óheppinn? Dáldið utanveltu í atvinnulífinu og óheppinn með félagsskap? Það er nú smá dræf í karlinum, hann er ekki alveg búin að gefast upp.

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Sæl, Harpa.

Án þess að ætla að gera lítið úr þeim reynslusjóði sem kennslan þér vafalaust er, þá leyfi ég mér að efast um að rétta aðferðin við að taka á svona bjánum eins og þessum draug hennar Hildar sé að leggja undir það margar færslur, slúðra um það við starfsmenn Símans og reyna að véla út úr þeim upplýsingar sem þú veist þeir mega ekki veita, kvarta til lögreglu og gefa í skyn að duglaus lögregla gefi ástæðu til óþvegnari aðferða. Eins leyfi ég mér að efast um nauðsyn þess, eða raunar smekkvísi, að skella fram uppnefni eins og „strákgerpi“. Loks er það hroðaleg einföldun að telja allt karp við Barnlendinga það að berja á heimskingjum.

Á Barnalandi er vafalaust fólk sem stendur þér fyllilega jafnfætis hvað greindarfar snertir og ekki má gleyma því að hvað harðasta rimman sem þú áttir við þær konur var vegna þess að þar þótti einhverjum þú sýna dómgreindarskort þegar þú leyfðir þér að hæðast að nemendum þínum að þeirra áliti. Gagnrýni sem ég tel raunar að nokkuð hafi verið til í þótt umræðan hafi fljótt orðið bæði ofsafengin og óvægin.

Það ert þú, Harpa, sem hefur kosið að opinbera líf þitt og andlega erfiðleika hverjum sem skoða vill. Ég var ekki að sálgreina þig í þessum pistli, ég var að benda á hættu þess að gera það sem þú gerir. Því þú getur ekki kinnroðalaust haldið því fram að smádjöflaskærur í gegn um netið hafi engin áhrif haft. Það væri fölskvalaus lygi.

Þú fyrirgefur, og hér ætla ég að leyfa mér að setjast í greiningarstólinn, en mér finnst atburðir síðustu daga ekki til marks um þrautreynd viðbrögð reynslumikillar manneskju, mér finnst þau til marks um viðbrögð manneskju sem sést ekki fyllilega fyrir og nýjasta færslan um lögreglumanninn finnst mér gróðrastía fyrir meðvirkni.

Það að þú afgreiðir þessi mál svo léttvægt að telja þau snúast um það að þú af náð þinni munnhöggvist við fávísa finnst mér frekar til marks um veikleika þinn en fíflsku þeirra.

Annars óska ég þér alls góðs.

Nafnlaus sagði...

ah, árans, hrundi inn í vitundina síðla dags hvað það væri hallærislegt að tala um Hörpu hér í þriðju persónu, eins og hún ekki læsi þetta.

Ég er ekki sammála um að Harpa sé neitt að missa það, eins og kom fram í fyrra kommenti hér. Held heldur engan veginn að hin feik Hildigunnur (ekki Hildur) sé neitt að ráðast að Hörpu, heldur sé hún sjálf sjúk manneskja sem leitar sér eigin sjálfsmyndar annars staðar.

Ragnar Þór, hefur þú aldrei nýtt þér það sem kemur upp í hendurnar á þér til að skrifa djúsí færslur?

Nafnlaus sagði...

Ja, nú er stóra spurningin hvort ég á að taka mark á mínum góða geðlækni (sem ég hitti síðast í fyrradag) eða grunnskólastjóranum á Klaustri, með sitt Ukk og Paed úr Kennó ... erfið spurning? Nja, ég held ekki.

Mér er auðvitað alveg skítsama um vanþekkingu einhvers seminarista á öryggismálum Netsins ... hélt reyndar að fólk hefði eitthvað lært af Lúkasarmálinu en það hefur sennilega ekki skilað sér austur fyrir sanda ... hélt líka að Salvör eða Torfi minntust á einhver grunnatriði í KHÍ en það er greinilega misskilningur.

Til að bíta höfuðið af skömminni (o, já, ætli ég sé ekki bara á hraðleið norður og niður núna?) þá hvarflar ekki að mér að taka mark á suðurþingeyingi með stopult minni (sbr. ummæli um baddnalandshasarinn forðum), jafnvel þótt sá sami beiti fyrir sig utanbókarlærðum klisjum úr Epiktet.

Ein ráðlegging að lokum (af því inn við beinið er ég svo næs og góð): Ekki reyna að fara í netslag við mig, Ragnar - þú átt enga möguleika í svoleiðis! Nema þú viljir skemmta mér í fórnarlambshlutverki?

Óli Sindri sagði...

Obbosí. Þetta stefnir í fjör.

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Ég legg málið í dóm.

Óli Sindri sagði...

Það er spurning hvor hefur stopult minni, grunnskólastjórinn austan sanda eða geðveika kerlingarálftin ofan af Skaga sem búin er að láta stuða heilann á sér svo oft að auk þess að lykta af reyk langar leiður er hún er hætt að kunna á Google.

Harpa, ætli maður að sýna hvað maður er flinkur í að grafa upp skít um náungann þá er lágmarkið að hafa a.m.k. meirihlutann af staðreyndunum á hreinu. Ragnar er hvorki Suður-Þingeyingur né úr kennó. Og lúkasarmálið sem þú þykist hafa lært svo mikið af kemur þessu máli ekkert við, ekki nokkurn skapaðan hlut. Og það sjá allir nema hálf sturluð pilluæta í bullandi maníu.

Ef ég væri þú væri ég líka þunglyndur, því ef þetta er til marks um þína góðu daga - þá held ég svei mér þá að haglabyssuhlaupið sé besti munnbitinn á þeim vondu.

Nafnlaus sagði...

Ægileg mannvonska er þetta.

Nafnlaus sagði...

Þetta var yfir strikið og ljótt.

Ágúst Borgþór sagði...

Mér virðist að skólastjórinn ætti að hafa meiri áhyggjur af geðheilsu frænda síns og bloggfélaga (eða eru þeir frændur? Who cares) en fólks sem honum kemur ekkert við. Og Óli Sindri reyndi að selja okkur lesendum sínum að Mengella væri skálduð persóna, gott ef ekki stórmerkur skáldskapur sem gerði bækur milli spjalda úreltar, þegar öllum er ljóst að hún er bara hann sjálfur þegar hann er bitur og drukkinn. Og Fréttablaðið byrjað að klóra sér í hausnum yfir nýja skrýtna pistlahöfundinum sem það réð og er farin stofna til ritdeilna í blaðinu sem líkjast bloggþrasi og netrusli eins og þessum umræðum okkarh ér; en við kaffihúsaspekingar og misheppnaðir rithöfundar bæjarins skemmtum okkur yfir að spjalla um hver hann sé, þessi Óli Sindri, sem er svo ungur, vel skrifandi, en hefur ekkert að segja og er kvalinn af botnlausri illgirni og mannvonsku.

En takk samt enn og aftur fyrir Íslamspistilinn.

Nafnlaus sagði...

Kæri Ágúst.

Ég á bágt með að skilja hvernig geðheilsa ÓS á að koma þér við á meðan ég á ekki að skipta mér af Hörpu.

Ég fordæmi að sjálfsögðu orðbragð eins og það sem hann lét frá sér hér að ofan, en ég fordæmi líka framúrskarandi furðulegan pistil Hörpu um að ég skuli ekki dirfast að ibba við hana gogg nema vera tilbúinn að fá rasskell og mína réttu stöðu sem "fórnarlamb". Allt sem ég skrifaði um hana var sanngjarnt og eðlilegt. Hrokafull viðleitni hennar til að gera lítið úr mér, menntun minni, búsetu, uppruna og ég veit ekki hvað, er í besta falli sorgleg en í versta falli sjúkleg. Ég mun ekki hafa fleiri orð um það. Hún dæmir sig sjálf.

Pistill minn hér var einmitt ætlaður til að vara við svona vítum, sem mér finnst ömurlegur ljóður á netheimum.
---
Æði finnst mér þú þó tregur við að lesa út úr eðli ós/mengellu, nægan hefur þú þó sýnt áhugann (að ekki sé talað um ef þú sólundar kaffihúsatíma þínum í ráðgátuna).

Óli er hvorki bitur né fullur þegar hann skrifar svona, hann er aldrei tilfinningalega rórri en þegar hann skrifar svona eiturspýjur. Honum er einfaldlega nákvæmlega sama.

Á sama hátt og t.d. Hugleikur fær ekki útrás út úr því að grínast með misþyrmingar fatlaðra barna. Honum er einfaldlega nákvæmlega sama þótt hann særi.

Hvorki Hugleikur né Mengella er til merkis um mannvonsku eða illgirni. Smekkleysi, örugglega. Dómgreindarskort, kannski.

Þetta hélt ég að væri löngu orðið ljóst.

Nafnlaus sagði...

Aldrei hefur þó Hugleikur verið staðinn að því að maka óþverra á nafngreinda einstaklinga. Ekki man ég til þess.

Aldrei í meira andlegu jafnvægi en þegar hann leggur til að fólk sem er veikt fyrir skjóti sig í hausinn. Mikill gæðagripur er þetta. Hver sem sjúkdómsgreiningin er, er ÓS allavega alveg hættur að vera skemmtilegur.

Nafnlaus sagði...

Rugl.

Óli hefur aldrei verið fyndnari. Go Óli!