Margir hafa beðið með öndina í hálsinum eftir því að dómarar hengi netverja. Og nú er búið að hengja einn og verið er að setja hettuna á annan. Skoðanir á framtakinu eru skiptar en meginlínan er sú að því verr sem menn ráða við orð, þeim mun hræddari eru þeir við þau — og þeim mun meiri vernd vilja þeir gegn þeim.
Í máli Ómars R. Valdimarssonar gegn Gauki Úlfarssyni verður að greina hvort orð Gauks voru dauð og ómerk vegna umbúðanna eða innihaldsins. Gaukur sagði að Ómar væri rasisti sem ynni hjá glæpahring. Dómara málsins þótti ekki meira til Ómars koma en svo að hún taldi það honum ekki til sérstaks álitshnekkis að vera sagður á mála hjá mafíunni. Eftir stóð hvort kalla mætti Ómar rasista.
Sumum finnst rasisti óskaplega hættulegt orð. Aðrir telja það sæmdarheiti. Greint fólk lendir þar einhvers staðar á milli. Ómari sjálfum finnst ekkert sérstakt tiltökumál að brigsla mönnum um rasisma. Sjálfur gerði hann það fyrir nokkru þegar hann sagði að svo virtist (a.m.k. sumum) að ákveðnir nafngreindir stjórnmálamenn hér á landi höguðu störfum sínum í samræmi við rasíska hugsjón andúðar, ofsókna og jafnvel morða á hörundsdökkum. Hann er því ekki afhuga hressilegum umbúðum. Það sem kemur málinu við er því aðeins hvort Gaukur hafi verið að ljúga þegar hann sagði að Ómar væri rasisti.
Svarið er já. Gaukur var að ljúga. Og þótt Gaukur hafi getað sýnt fram á að Ómar hafi verið fyrri til að ljúga — og að hann væri raunar óforskammaður lygalaupur — þá eru það ekki varnir í málinu. Ómar R. Valdimarsson er ekki rasisti. Það má færa rök fyrir að hann sé ofurviðkvæmur og sjálfumglaður hræsnari og lygari, rógberi sem angar af kvenfyrirlitningu auk þess að vera næstum óbærilega leiðinlegur og óspennandi opinber persóna. En það gerir hann ekki að rasista. Og maður með syndaregister Ómars stendur ekki aðgerðalaus hjá meðan logið er upp á hann syndum.
Þetta er pistillinn sem misfórst vegna brenglaðra tölvupóstsamskipta og almenns misskilnings, en átti upprunalega að verða vísir að bakþanka í Fréttablaðinu. Hann birtist hér í upprunalegri mynd, en hefði líkast til verið mildar orðaður hefði hann birst á fyrrgreindum vettvangi.
Yfirskriftin er stolin frá samnefndri sögu Edgars Allan Poe, sem er vel viðeigandi þar sem sagan fjallar um mann sem er málaður slíkur dýrlingur af sögumanni að lesanda þykir nóg um og grunar hann um græsku. Og enda kemur á daginn að hann er sá seki. Tengingin er enn meira viðeigandi fyrir þær sakir að sá sem þýddi sögu Poes yfir á íslensku var Jón Ólafsson ritstjóri, sem Ragnar Þór fjallar m.a. um í færslunni Frelsi og ábyrgð.
7 ummæli:
Dómari er bundinn af kröfum málsaðila. Ómar og lögmaður hans báðu einungis um að þessi þrjú tilteknu ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk þannig að dómarinn gat ekki gert athugasemd við glæpagengiskommentið jafnvel þó að hún hefði viljað það.
Það er hinsvegar spurning hvort að Ómar hafi óbeint viðurkennt að hann hefði unnið fyrir alþjóðlegt glæpagengi með því að stefna ekki fyrir þau ummæli líka á meðan hann var í vælustuði.
Þetta er ekki rétt. Krafan var í tveimur liðum. Þessi þrjú ummæli voru í lið 1 en í lið 2 voru glæpahringjaummælin sem dómara þótti ekki vega að æru Ómars sem slíkri.
Það er rétt! Ég biðst forláts.
Eðlileg mistök :)
Þú ert afar smekklegur náungi, Óli Sindri. Áhugavert að þú segir að þessi pistill hefði "líkast til verið mildar orðaður" hefði hann birst í Fréttablaðinu.
Af hverju?
Bera orð í dagblöðum meiri ábyrgð heldur en orð á vefsíðum? Eða ertu kannski of mikil gunga til þess að birta þetta svona í Fréttablaðinu; treystir á að fáir lesi þessa aumu bloggsíðu þína.
Vonandi rekst Ómar á þennan pistil eftir að hafa unnið málið í Hæstarétti og dregur þig svo á rassgatinu sömu leið og Gauk.
Gunnar Tryggvi, ertu fáviti? Ertu svona dæmigerður vitleysingur sem hvorki skilur né gerir sér grein fyrir því sem ritað er og verið er að lesa? Ertu máske í þessum óstofnaða "Ég hata Óla"-klúbb sem töluvert magn af skyni skroppnum skítseiðum virðast hafa gengið í og dæma allt sem Óli segir sem "særandi" ummæli?
Hvernig á Ómar að kæra þessi ummæli ef færð eru góð og gild rök fyrir því að hann sé "ofurviðkvæmur og sjálfumglaður hræsnari og lygari, rógberi sem angar af kvenfyrirlitningu auk þess að vera næstum óbærilega leiðinlegur og óspennandi opinber persóna."
Þetta væri annað ef í þessum óbirta pistli hefði sagt "Ómar ríður litlum börnum sér til dægrastyttingar og ánægju" kannski þá ætti Ómar að íhuga aðra kæru.
Þórður - ég var að spá í að svara þér efnislega. En eftir að hafa lesið færsluna þína tvisvar yfir efaðist ég stórlega um að þú myndir skilja nokkuð af svörunum.
Af hverju? Jú, út af því að þú hefur verið:
a) sveltur af geðlyfjunum þínum í einhverja daga;
b) þjáist af alvarlegum kvíðaeinkennum eftir áralanga misnotkun af öldruðum frænda þínum;
c) þetta hefur valdið því að þú elskar að putta litlu systur þína, en vonar innilega að hún tali aldrei um það;
d) tekur atlot móðurforeldra þinna sem ást, þó svo þau kalli yfirleitt á að þú strjúkir þeim á "ó, ó-svæðin" þeirra.
e) finnst þetta allt saman eðlilegt í ljósi þess að þú ert uppalinn í smábæ úti á landi og einhverra hluta vegna er mamma þín líka systir þín...
Nei, best að láta það bara alveg vera að svara þér.
Skrifa ummæli