1. febrúar 2008

Annað skot frá karli föður okkar, nú um kynjakvóta

Hvaða endemis rugl er þetta eiginlega? Hvert er jafnréttisumræðan komin?


Kynjakvóta á stjórnir fyrirtækja, já einkafyrirtækja!


Hvern andsk... kemur stjórnvöldum við hvort það eru fleiri eða færri konur, nú eða karlar í stjórnum fyrirtækja?


Nú er hugsanlega til fyrirtæki sem er að fullu í eigu kvenna, er þá nauðsynlegt að troða þar inn einhverjum körlum, til öryggis? Og svo eru jafnvel til fyrirtæki sem eru í eigu karla og þá þarf að draga þar inn konur, eða hvað?


Er þá ekki alveg tilvalið að nota tækifærið og fara bara alla leið í þessari vitleysu?


Kynjakvóta á allt draslið? Ég trúi ekki öðru en að þetta jafnréttisbaráttulið sé tilbúið að djöflast áfram, þar til allsstaðar er orðið jafnt kynjahlutfall. Að sjálfsögðu verður að fjölga konum í byggingavinnu, í sjómennsku, á vörubílum, á vinnuvélum, í iðnaði, í bílaviðgerðum, í lögreglu, slökkviliði, og bara allsstaðar þar sem karlar eru fleiri en konur. Síðan verður auðvitað að koma körlunum inn þar sem konur eru í meirihluta, flugfreyjur, ritarar, verslanir, hjúkrun, kennarar, leikskólakennarar, og auðvitað allstaðar þar sem konur eru nú í meirihluta.


Við skulum alls ekki leyfa fólki að velja sér störf samkvæmt áhuga eða hæfileikum hvers og eins. Aðalatriðið er að sjálfsögðu að það séu örugglega jafn margir af hvoru kyni í öllum starfsgreinum.


Þá veltir maður fyrir sér, er ekki rétt að setja á einhvern kvóta, t.d. vegna aldurs — starfsmenn allra fyrirtækja verði að hafa ákveðna aldursdreifingu? Nú eða nýbúakvóta — öll fyrirtæki verða að ráða nýbúa, og kannski í hlutfalli við fjölda nýbúa af hverju þjóðerni — tvo Pólverja og einn frá Asíu? Kannski þyngdarkvóta — einn feitan og tvo granna, eða öfugt? Með eða án gleraugna? Hárprúðir og sköllóttir?


Hvern andsk... eruð þið að meina eiginlega?


Nei, nú er sko fokið í flest skjól. Þetta er ljóta vitleysan. Ég segi ekki annað.


Ólafur Ragnar Hilmarsson


(Innskot frá sonum: „Pabbi, þú mátt alveg skrifa andskoti á þessari síðu og jafnvel þótt þú segðir eitthvað groddalegra, t.d. brundklepratussudrulla”)

2 ummæli:

Anna Valdís sagði...

Úff þá þyrfti nú aldeilis ótrúlegan einstakling til að jafna mig... Þung, með gleraugu, hárprúð og kona!!

Ingvar Árni sagði...

Það er búið að yfirgefa svona hér í Bretlandi. Jafnréttislögin hérna eru núna þannig að það er ráðið eftir getu en ekki kyni, kynþátt, fötlun eða kynhneigð. Þeir föttuðu loksins vitringarnir í ríkisstjórninni að það er til skemmtilegt setning Positive Discrimination, sem hefur eyðilagt fyrirtæki.