29. janúar 2008

Nýju fötin kalífans


Mikið djöfulli leiðist mér karpið heima hjá Agli um íslam. Athugasemdirnar urðu 112 við færslu sem benti á tvo einfalda hluti. Fyrri hluturinn var sá að Nýhil hefði átt að sýna meiri kjark í „hvernig haldið þið að ykkur hefði þótt þetta?” hluta bókarinnar og sá síðari að það væri einkennilegt að sjá Hugleik í beisli fyrir vagni þeirra sem í meginatriðum lýsa sig andvíga ósmekklegu gysi.


Egill hefur rétt fyrir sér um það sem hann sagði. Nýhilistarnir hafa síðan rétt fyrir sér um flest aðalatriðin sem þeir demba fram í athugasemdunum. Það er hægt að ráða af því hve gáfuleg umræðan er. Tóti Leifs, sem þolir ekki að vegið sé að konu sinni eða áum hennar, stígur fram og er ljómandi ósmekklegur að venju — enda mannhatandi hómófób sem í raun væri ekki í slagtogi við blómangandi húmanistana nema vegna þess að tittlingurinn á honum dregur hann þangað. Aðdráttarafl sem ég á bágt með að skilja en það þarf rómantískari huga en minn til að skilja ástir mörtrölla.


Eitt atriði er þó algjörlega fráleitt og hraut það fram af vörum andlegs kviðmágs Tóta, Óttars M. Norðfjörð (sem tók það upp hjá sjálfum sér að ofsækja Hólmstein (eins og Tóti) vegna þess að Laxnessklaninu var misboðið).


Óttar hittir raunar naglann á höfuðið þegar hann bendir á að þetta snúist um mannasiði. Það sé dónalegt að gera grín að múslimum. Og þess vegna muni enginn hugsandi maður gera það.


Ég er farinn að halda að Óttar sé hálfbjáni. Ég er líka farinn að halda að það sé eitthvað til í ákúrum um að Nýhil sé fullt af ljóðelskandi estrógendvergum með bjartar raddir.


Hverskonar hálfvitagangur er það þegar ung skáld skýla sér á bak við mannasiði og kurteisi og skammast í dónum?


Það sem heiminn vantar er ekki meiri kurteisi gagnvart íslam. Íslam er fúll uppvakningur frá miðöldum sem notaður er til kúgunar og forheimskunar á fjölda fólks. Kóraninn er ekki aðeins hundleiðinleg bók, heldur endalaus runa hótana og umvandana. Það er varla ein einasta opna í þeirri morknuðu bók án hótana í garð trúlausra og hræsnara.


Óttar vænir Egil um að vera með eitthvað alterego útspil. Honum ferst. Óttar hefur ekki riðið fram á sjónarsviðið í langan tíma nema vera að stæla einhvern. Fyrst Hannes, þá Brown, því næst Torfunessamtökin og loks smáborgara. Óttar hefur ekki hugmynd um hver hann er og meðan svo er ætti hann síst að vera að skipta sér af öðrum.


Það er eitthvað svo yndislega öfugsnúið við þessa umræðu alla saman — reið ungskáld básúna boðskapinn um mannasiði og kurteisi, og heitir húmanistar aðhyllast aðskilnaðarstefnu (við megum hafa húmor fyrir sjálfum okkur en ekki „minnihlutahópum” — ergo: „þeir” og „við” munum aldrei vera á jafnréttisgrundvelli).


Það eina sem vantar upp á að heimsmynd minni sé algjörlega umturnað er að næsta bók ÁBS fjalli ekki um miðaldra karlmann með gráa fiðringinn. Þá væri fokið í öll skjól.

11 ummæli:

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Uss. Drengur! Þetta er nú á mörkum velsæmis.

Ágúst Borgþór sagði...

Mikið er ég ánægður með þig núna. Eflaust var það ekki markmiðið hjá þér, en hverjum er ekki sama um það. Auður og Tóti eiga mjög vel saman og samrýmanleiki þeirra kemur helst fram í því hvað þau hafa blásið út í sameiningu á hjúskaparárum sínum, sérstaklega Tóti sem líktist loftbelg síðast þegar ég hitti þau, á Ísafirði síðastliðið sumar. Lífið getur verið glettilega banalt og það getur alveg eins gerst að ólíkt fólk sameinist í góðu hjónabandi vegna matarástríðu.

Þetta er besti ritstíllinn þinn - allt annað er hálfkák. Þú þarft einhvern veginn að koma honum inn í Bakþankana en þá væntanlega með þeirri ritskoðun sem nauðsynleg er. Kannski er það erfitt, en æskilegt.

Næsta bók fjallar um miðaldra karlmann með gráa fiðringinn, hún verður lengri og betri, fleiri persónur, stærri saga, grárri fiðringur. Sé ekki að það sé neitt þreyttara en að skrifa um líkfund og leit að morðingja.

Nafnlaus sagði...

Þetta er auðvitað snilld.
Mengella að segja heiminum hvað sér rétt og rangt og hefna fyrir ÁBS og Egil og einn enn sem ég þarf ekki að nefna.

Takk fyrir mig og verði þér að góðu.
Frekar auðvelt að lesa þig samt.
totil

Nafnlaus sagði...

Vertu úti bollan þín, Tótil.

Nafnlaus sagði...

http://cosmos.bcst.yahoo.com/ver/251.7/popup/index.php?cl=6075305

Nafnlaus sagði...

Óttar stældi líka Bret Easton Ellis, ekki gleyma því.

Nafnlaus sagði...

Dear mister Sverrisson
I have been trying to contact you in the last pair days.
Are you noch in Karlsruhe, mein Schatz?
I am Gerdi from Cherie Bar am Kaiserstrasse, i thinks you renember me wery well. O yes you naughty boy!
You gave me and Natasha big tips first time you was here last time . We will not forget Liebling!
Ach, you forgot some papers here at the Cherie bar. One of the other girls have it gefunden.
I recognized it when she show it to me because you where showing it to us on the night you was here and ordered the Champan.
It looks like a manuscript. Nobody could read the finlandian but yor name was on the last page. Agust Borgpor Sverrisson.
I hope this is of not trouble to you that i put this information here. Not shure
wich hotel you are staying. Found you on the internet with google. Natasha told me how to do so, i know nothing
of these things!
I left your the papers inn the Polizeiwache beim Hohenstaufenstrasse. Hope it is gut because it was near my home.
Gerdi K.

HelgaSoffia sagði...

Þessi færsla ber vott um skítlegt eðli. Þið ÁB eigið vel saman.

Óli Sindri sagði...

Athugasemdirnar hérna eru að verða jafn súrrealískar og á Mengellublogginu forðum.

Nafnlaus sagði...

Hér eru umrædd skrif „um” dóttur ÁBS (úr athugasemdum við færslu um Lúkasarmálið):

http://mengella.blogspot.com/2007/07/helgi-hundingsbani.html

Ágúst Borgþór ... klofblautum stelpum á aldur við dóttur þína.

Óli Sindri (X Mengella)

Ágúst Borgþór sagði...

Djókið frá Karlsruhe er ansi sniðugt. Þessi gata er til og þessi bar er til, ég labbaði framhjá honum. Verst að ég tala bara þýsku í Þýskalandi, annars hefði þetta verið bara ansi trúverðugt.