29. janúar 2008

Blogg frá Norðfirði

Frá Neskaupstað


Á þessari stundu er undirritaður staddur við Norðfjörð, nánar tiltekið í því guðsvolaða sjávarplássi, Neskaupstað.


Að nokkrum manni skuli detta í hug að blogga frá Neskaupsstað (eða búa þar yfirleitt), er eflaust flestum heilbrigðum mönnum þónokkur ráðgáta. En ég tek það skýrt fram að ég var neyddur með hótunum, ofbeldi og ýmsum kúgunum til þess að koma hingað og fá fullkomna sönnun fyrir því hversu ógeðslegt skítapleis þetta í rauninni er.


Neskaupstaður er í mínum huga eitt það allra vesælasta og aumingjalegasta drulluþorp sem fyrirfinnst á landinu. Ég þykist hafa komið til ansi margra staða á landinu og sjálfsagt unnið í öðru hverju plássi sem á annað borð heitir eitthvað — en guð minn almáttugur — Neskaupstaður er það allra ömurlegasta af öllu ömurlegu sem ég hef kynnst.


Maður gæti svo sem fyrirgefið fávitunum sem búa hérna það að hafa ákveðið að byggja hérna samfélag á þessum fáránlega stað. Ég gæti líka vel fyrirgefið þeim sem datt í hug að hafa íbúabyggðina hérna 17 kílómetra langa en aðeins 11 cm breiða. Ég gæti jafnvel fyrirgefið þessi út úr korti, fáránlega mjóu og asnalegu göng sem maður þarf að fara í gegnum til þess að komast hingað.


En þessa endalausu forheimsku og fávitahátt í fólkinu sem býr hérna, get ég bara því miður ekki fyrirgefið með nokkru móti. Ég hef bara ekki leyfi til þess að fara svo á bak við samvisku mína að geta fyrirgefið þetta.


Ég tek það skýrt fram að ég er ekki að dvelja hér í fyrsta skipti, og hef haft allmikil kynni af bólubjánunum sem ennþá nenna að hanga hérna. Ég ætla að trúa ykkur fyrir þeirri staðreynd að það er enginn skemmtilegur einstaklingur búandi á Neskaupstað. Hér er bara leiðinlegt fólk og fram úr hófi þreytandi. Ef þið bara vissuð hvað allir pirra mig hérna — Jesús Kristur og allir hans fylgisveinar.


Til þess að lesendur mínir geti betur glöggvað sig á því hversu frámunalega, fáránlega bjánalegt fólk býr hérna, þá ætla ég að lýsa ööööööörstuttum samskiptum mínum við eina manneskju eða tvær, og ítreka að öll mín samskipti við þjóðflokkinn sem býr hérna hafa verið ámóta gáfuleg.Fyrri saga:


Ég hitti mann á bryggjunni og... sá strax að þetta var rakalaus fáviti svo ég sleppti því að tala við hann.Seinni saga:


Ég fór í Egilsbúð við fjórða mann og pöntuðum við okkur að snæða. Maðurinn sem sat á móti mér fékk sér vatn að drekka með matnum en ég pantaði Mix. Að sjálfsögðu þurfti einhver að klúðra því flókna fyrirbæri og Mixið mitt var ódrekkandi. Þegar ess-mælta þjónustugeitin kemur með matinn minn þá segi ég kurteisislega við hana:


„Já, fyrirgefðu, gæti ég fengið vatn með þessu?”


Rangeygð starði stúlkan í augu mér með beyglaðan munnsvip af fyrirlitningu. Eftir að hafa horft stíft á mig í 20 sekúndur eins og ég væri fáviti (eða að ég væri frá Neskaupstað — en ekki hún), þá teygði hún hendina í vatnið hjá sessunaut mínum, ýtti því til mín og sagði með fyrirlitningartón:


„Já, hérna.”


Sessunautur minn byrjaði auðvitað strax að brosa og sagði kurteisislega:


„Já, nei, sko... ég er með þetta vatn.”


Þá ýtir daman Mixinu nær mér og segir:


„Nú... þá ert þú með þetta!”


Ég fékk næstum heilablóðfall við að reyna að halda niðrí mér hlátrinum, en sagði þó með stillingu:


„Já... get ég fengið vatn líka?”


„Óóóó... er hann með Mixið?”, spyr hún þá og ýtir Mix glasinu mínu að sessunaut mínum.


„Nei, en get ég líka fengið vatn?”, spyr ég og átti orðið ansi erfitt með að halda lífi þarna við borðið, svo mikið langaði mig að hlæja.


„Já, ég hélt bara að ég hefði komið með þetta vatn handa þér, en ekki að þetta væri bæði fyrir hann,” sagði þá þessi bráðskarpa þjónustustúlka — og við þá setningu lamaðist ég af hlátri en sessunautur minn sagði ákveðinn:


„Í fyrsta lagi þá komst þú ekki með þetta vatn, ég sótti það sjálfur. Þannig að hvernig þér gat dottið það í hug að það væri fyrir sessunaut minn er mér hulin ráðgáta. Í öðru lagi, eins og við erum búnir að segja nokkrum sinnum, þá vantar okkur bara eitt vatnsglas. Punktur. Við sjáum vel vatnsglasið á borðinu fyrir framan okkur, og erum ekki að panta annað af því að við höldum að þetta sé ekki hérna.”


Ég sprakk svo úr hlátri að ég gat ekki dregið andann, hreyft mig, melt fæðu eða viðhaldið líkamshita lengur. Ég bara missti mig og var á valdi hláturs í að því mér fannst 3 vikur.


Við þetta snaraðist þjónustustúlkan í burtu og var greinilega eitthvað skrítin (hugsanlega hreinræktaður bjáni, ég veit það ekki). Eftir stutta stund kemur hún aftur með vatnsglasið, setur það nokkuð ruddalega á borðið og segir eins ess-mælt og hún mögulega gat:


„Þið eruð greinilega ekki héðan, er það?”


Nei, við viðurkenndum það nú, án þess að skammast okkar neitt svakalega mikið, get ég sagt ykkur.


„Nei... enda skildi ég ykkur ekki strax,” sagði hún þá.


Það skal tekið fram að þessi þjónustustúlka var ekki 3 ára. Hún var 100% Íslendingur (ef fólk héðan er það almennt). Hún var ekki lögblindur mongólíti og við vorum einu viðskiptavinirnir í öllu húsinu!


Öll mín samskipti við Neskaupstaðarbúa hafa verið á sambærilegum nótum. Héðan fer ég í fyrramálið, og það verður vonandi langt þangað til ég þarf að koma hingað aftur.


Jæja. komið gott. Eða bíddu... var ég búinn að segja ykkur frá mönnunum tveim sem ég var mikið að vinna með í dag (báðir um sextugt)? Annar segir mér að hinn sé því sem næst al-vitur. Hann viti hreinlega allt og sé stundum kallaður sí enn enn (CNN) af því að hann viti bara allt!


Í hálfa sekúndu hugsaði ég með mér að þarna væri nú kominn maður sem ég gæti nú kannski talað aðeins við, en þá áttaði ég mig auðvitað á því hvar ég var, og fékk svo sönnun þess efnis.


„Núú,” segi ég, „hvað veist þú svona mikið — hvar liggur þekkingin?”


Þá segir fíflið sem alltaf hafði orðið:


„Hann veit næstum hvað allir heita á Eskifirði og rosalega margir á Reyðarfirði!”


Ég gleypti tunguna í mér, lét mig hverfa, og ákvað að sinna vinnunni að mestu leyti einn það sem efitir lifði dags.

6 ummæli:

larush sagði...

Þú fannst tvo kjána á Neskaupstað og allt bæjarfélagið er fokkt! Eins og annarrs staðar eru þar svartir sauðir, eða í þessu tilfelli hvítir, en að þeir séu fleiri eða verri miðað við mannfjölda en aðrir íslendingar það er jafnmikil fásinna og að Maurildi sé lélegur vefur. Neskaupstaður er næs, ógeðslega næs - enda leitun að jafnfáum Íhaldsmönnum og þar á bæ. Sjáðu til dæmis Smára Geirs, sem að les Moggann vandlega á hverjum degi til að viðhalda hatri sínu á Íhaldinu. (Annars er ég sekur, ég ólst upp í Litlu Moskvu til 8 ára aldurs.)

Þórður Ingvarsson sagði...

Þessi þjónustustúlkusaga er kostuleg, sjálfur þekkir maður þessa, vægast sagt, einkennilegu þjónustulund Norðfirðinga.

Minnir mann smá á sambærilega hillbillí-sögu frá Bill Hicks:

I was sitting in a wafflehouse reading book. This waitress walks up to me and says "What´s ya reading for?" Not what are you are reading, no, what are you reading for "Golly, you stumped me. Well, there are many reasons why I read and one of them being so I don´t end up working in a fucking wafflehouse!" And then this trucker in the next booth gets up and says "Weeelll, looks like we got ourselves a reader!"

Oskar Petur sagði...

Hvaða, hvaða. Besta plötubúð landsins - Tónspil - er nú einu sinni þarna og hefur þrifist í 20+ ár, jafnvel þótt eigandinn sé yfirlýstur Zappa-haus.

annski var þjónustustúlkan bara feimin við ykkur (ellegar "skotin" í ykkur) sessunautunum.

Góð saga, samt.

Nobbari sagði...

Ég er alinn upp þarna og er í þann mund að flytja þangað aftur. Hlakka mikið til. Enda drekk ég ekki Mix.

Ég geri eftirfarandi athugasemd við færsluna: Maður fer Í kaupstað en ekki Á. Semsagt, í Neskaupstað segir maður.

Hvursu marga Eskfirðinga þekkir þú svo með nafni Birkir?

Laufey Lind sagði...

Já, halló Birkir Freyr.
Ég verð að viðurkenna að ég rak upp hlátrasköll við lestur pistilsins sem og hins, um laugardagskvölina. Fretaði alveg sjálf þegar ég sá fólk taka bylgju inn í sjónvarpssal en horfi annars ekki á þetta drasl. Annars hlakka ég til að lesa fleiri pistla hér á Maurildi, tek mér leyfi til að linka á síðuna mín.
Annars góðar kveðjur til ykkar bræðra.

Nobbari ( klárlega leiðinlegur ) sagði...

Halló halló ..

Það hefur greinilega verið svaka stuð hjá þér. Ég hef sennilega ekkert hitt þig, ekki séð neina gangandi fílubrók síðustu daga. Og við erum klárlega ekki svona leiðinleg, við bara tökum ekkert alltof vel á móti fólki eins og þér ;)

Kv bitur nobbari .. ..