Höfundur og ábyrgðarmaður Maurildanna er Ragnar Þór Pétursson. Hann er fæddur 1976 og starfar sem kennari í Norðlingaskóla í Reykjavík. Hann á konu, tvær dætur og einn son.
Hugmyndafræðin sem Ragnar aðhyllist og þreytist ekki á að básúna á Maurildunum er sú að hver einasta manneskja geti verið eigin uppspretta fjörugrar og gagnrýnnar hugsunar, siðaboða og sjálfsaga. Og að flest séum við tölvuvert langt frá okkar besta. Öguð hugsun og tilgerðarlaus umræða sé allra meina bót.
Hægt er að ná sambandi við Ragnar með því að senda póst á
rthp@simnet.is.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli