14. mars 2008

Flugvöllurinn

Ég legg til að flugvöllurinn verði færður í Geldinganes, þar er meira en nóg pláss fyrir hann, síðan er hægt að byggja samgöngu- og flutningamiðstöð á svæðinu þar sem gamla áburðarverksmiðjan og Sorpa eru, Sundabraut væri lögð meðfram svæðinu og tengist þá Sundahöfnin og Holtagarðar ásamt öllum helstu flutningafyrirtækjum í Reykjavík, beint við flugvallarsvæðið. Frá þessu svæði er bein leið um Mjóddina suður til Keflavíkur og þess vegna alveg tilvalið að koma upp rafmagnslest sem færi á milli Samgöngumiðstöðvarinnar og Keflavíkurflugvallar. Að mínu mati besta lausnin á málinu.

Að vísu er hugsanlegt að veðurfar í Geldinganesi sé ekki hagstætt, en er það ekki bara eitthvað til að rannsaka?

Ég man það núna að þegar ég bjó þarna í nágrenninu var oft helvítis rok þarna, en það blæs svosem líka í skerjafirðinum.

Ég held samt að þetta sé málið.

Ólafur Ragnar Hilmarsson.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fáránleg hugmynd, það er búið að skipuleggja íbúðabyggð í geldinganesi er ég best veit, auk þess er grafarvogurinn meira en 20 þúsund manna byggð og ef einhver myndi svo lítið sem stinga uppá flugvelli þarna þá yrði allt vitlaust - Eðlilega.

Nafnlaus sagði...

Það er nú líka búið að skipuleggja íbúðabyggð í vatnsmýrinni og flugvöllurinn ER þar, ég sé nú ekki að það skipti höfuð máli. Auk þess er nokkur þúsund manna byggð í kring um flugvöllinn þar sem hann er núna. Geldinganesið er mun lengra frá íbúðabyggð en flugvöllurinn er nú,og aðflug þyrfti ekki að fara yfir byggð þar, en í dag fljúga margar vélar á dag nokkra metra fyrir ofan margar helstu stofnanir landsins, fullt af íbúðum og margar umferðargötur. Svo á íbúðabyggð mun betur heima í Vatnsmýri en Geldinganesi, af mörgum ástæðum.