27. febrúar 2008

Maurildi


Ég sé að slagurinn við Hörpu er ekki alveg búinn, a.m.k. ekki af hennar hálfu. Hann er samt að verða dálítið þreytandi þessi hrokafulli rembingur hennar. Ég talaði við Birki áðan (en hún var búin að eyða heilmiklu púðri í að búa til langsótt tengsl á milli nafns Óla Sindra og Birkis (sem hún endurnefndi Breka til að dæmið gengi betur upp)) og honum reyndist, sem von var, fyrirmunað að skilja hvað þessi kona væri að vilja með að fjalla um sig til að byrja með.



Það sem hinsvegar vakti athygli mína og er áhugavert (en öll orðsifjafræði og líkingar Hörpu eru það einmitt ekki) er fullyrðing Hörpu um að við höfum ekki hugmynd um hvað orðið maurildi merkir. Hún segir að orðið hafi verið notað á íslandi um einfrumung allt frá 16. öld.



Ég ætla ekki að draga í efa yfirgripsmikla (og jafnvel persónulega) reynslu Hörpu af sextándu öld. Það sem ég ætla hinsvegar að draga í efa er að orðið, sem í dag merkir tiltekið ljósfyrirbæri, hafi verið notað yfir einfrumunga á 16. öld eins og Harpa heldur fram.


En í rauninni er [sic] hefur maurildi verið notað frá 16. öld yfir oggulítinn einfrumung af ættkvíslinni noctiluca (sem þýðir auðvitað “sem lýsir á nóttu”) og lýsir stundum upp sjó eða sjávarfang.

Róbert Hooke uppgötvaði frumur fyrstur manna seint á sautjándu öld þegar hann sá eitthvað sem líktist klefum í vef. Þar sem Hooke var ekki sérlega hugmyndaríkur kallaði hann fyrirbærið einfaldlega klefa (e. cells) og upp frá því var gengið út frá því að um væri að ræða grundvallareiningu lífsins. Það er sú pæling sem liggur að baki íslenska heitinu fruma. Þess má geta í framhjáhlaupi fyrir áhugamenn um geðveiki að téður Hooke teiknaði frægasta geðsjúkrahús Breta, Bedlam.



Á sextándu öld höfðu Íslendingar ekki svo mikið sem hugboð um tilvist oggulítilla einfrumunga. Þá skorti einfaldlega hugtökin til að meðtaka hana. Að auki er rangt hjá Hörpu að alla tíð síðan sé orðið notað yfir þessa einfrumunga (en það merkja orðin „notað frá 16. öld”). Orðið er notað yfir sérstaka tegund lífljómunar og er skýrt og greinilega afmarkað frá hinum lífljómandi verum. Svona eins og munur er á grænukornum og ljóstillífun.



En óháð öllu þessu voru skýrar og afmarkaðar ástæður fyrir því að við kusum nafnið Maurildi á þessa síðu. Harpa er víðsfjarri þeim í sínum bollaleggingum.



Nú skora ég á Hörpu að viðlögðum drengskap hennar og mannorði að hún færi rök fyrir þeirri ítrekuðu staðhæfingu sinni að orðið maurildi hafi á 16. öld verið notað um einfrumung og sé enn notað, og að sá skilningur sem hér hefur komið fram um að maurildi sé einmitt ekki einfrumungur heldur ljósfyrirbæri sé rangur.


Megi hún annars heita ótíndur og ómarktækur lygari.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mengella og Maurildi er, einsog Bill Bailey orðaði það svo smekklega um sjálfan sig, "nut-magnet"

Miðað við það litla sem ég hef lesið eftir Hörpu þá efast ég um að hún muni telja sig "sigraða" (en hún virðist líta á þetta sem keppni).

Ég verð bara að bauna einu kvóti, nýlegt uppáhald, sem því miður er hægt að beyga á alla vegu en er beint að Hörpu:

"Stupid people are great at winning arguments because they're too stupid to realize they've lost."

Þetta má hún taka til sín og sárna eða snúa við og þykjast vera gáfuð og gubba útúr sér einum pistli enn um hvað allir eru misskilja og vera vitlausir. En... hvort sem fer...

Einsog mér sé ekki skítsama, vonandi kemst hún ekki í neina áhrifastöðu.

Já, vel á minnst, ef tussan vill nota þetta á móti mér (sem ég tel ólíklegt, en það er aldrei að vita) þá er ég að vinna á hjúkrunarheimili að sinna ellihrumum einstaklingum, þar áður var ég að vinna á Klepp að sinna afar geðsjúkum einstaklingum. Inná milli hef ég unnið í sláturhúsi. Er 28 ára karlmaður.

Nafnlaus sagði...

bitri gaur...