27. febrúar 2008

Harpan

Ég verð nú að segja að ég er aldeilis steinhissa á eljusemi Hörpunnar við tilraunir til að espa okkur feðga upp á móti sér — miðað við eigin lýsingar á andlegu heilsufari sínu get ég ekki að gert að mér fyndist tíma hennar betur varið í að huga að því — þ.e. eigin heilsufari — heldur en að hafa stöðugar áhyggjur af því hvað við erum að gera, að ég tali nú ekki um hvað við heitum. Nema ef vera kynni að henni líði eitthvað betur þegar hún er að láta okkur fara í taugarnar á sér, þá er þetta að sjálfsögðu sniðugt hjá henni. Ef það er tilfellið að þetta hafi líknandi áhrif á konuna, þá er um að gera fyrir hana að halda bara áfram, því við erum alltaf ánægðir ef við getum hjálpað einhverjum.


Ólafur Ragnar Hilmarsson

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér fannst ótrúlega fyndið að sjá einhverja gamla konu skrifa eins og þessi umrædda kona gerir. Held hún ætti að gera eitthvað viturlegra við tíma sinn...

Kv.Anna V

Nafnlaus sagði...

til dæmis halda kjafti kanski ?
kv, Moðhaus

Oskar Petur sagði...

Úff...! Ætlarðu ekki að henda upp mynd af þér, efst á síðuna, með appelsínugulum borða undir, ÓRH?

Nafnlaus sagði...

Ætli það, strákarnir eiga þetta, ég er bara að troðast öðru hvoru, til að fá að vera með.