20. apríl 2013

Eðlislæg viðbrögð vs þjálfuð

Myndirnar hér að neðan voru teknar örfáum sekúndum eftir að sprengjurnar sprungu í Boston. Þær sýna þann mun sem er á eðlislægum og þjálfuðum viðbrögðum við voðaverkum. Lögreglumaðurinn dregur upp skotvopnið í fullkomnu ráðaleysi og hleypur framhjá þeim hjálparþurfi. Aðrir þurfa ekkert að hugsa, viðbrögðin koma að sjálfum sér.

Ég legg til að neðsta myndin verði að höggmynd sem sett verði upp á nákvæmlega þessum stað til minningar um atburðina.











3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það væri líka hægt að setja upp minnisvarða um Goðafoss, björgun Bretanna og harmleikinn í kjölfarið.

Nafnlaus sagði...

Ótímabær og kjánaleg gagnrýni á lögregluna sem hefur staðið sig frábærlega vel í uppljóstrun og handtöku bræðranna sem frömdu voðaverkin; 4 látnir, 150 særðir.

Á þýsku kallast þetta; Klugscheisserei.
Allt of mikið um svona sjálfumglaðar raddir hér á klakanum.

Haukur Kristinsson

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Í þessu felst engin gagnrýni á lögregluna.

Ég frábið mér ásakanir um sjálfumgleði frá mönnum sem slá um sig með þýsku.