2. júlí 2012

Gervinýru og afbitnar tær


Af hverju vissi ég ekki fyrr en rakst á þetta ljóð eftir D. Stefánsson að Paradísarfuglinn væri stæling? Og skyldi vera satt, sem sagt er, að Paradísarfuglinn sé níð um Vigdísi Finnbogadóttur?

7 ummæli:

Eva Hauksdóttir sagði...

Ég myndi nú kannski segja vísun frekar en stæling. Mig langar að heyra meira um þá túlkun að Paradísarfuglinn sé níð um Vigdísi. Finnst hún frekar svona fjarstæðukennd en endilega útskýrðu

Nafnlaus sagði...

Megas gerði lag við Brúðarnótt, sem má finna á endurútgáfunni af Náttkjólunum. Hann hefur líka oft nefnt þessi tengsl, svo þau eru ekkert nýtt.
Paradísarfuglinn er eldri en forsetatíð Vigdísar og Megas er vanur að yrkja níðkvæði þannig að þau skiljist. Lagið um Hjálmana er td ansi gott og má finna á Svanasöng á leiði.
Afturámóti hnoðaði Bubbi saman þessu: http://www.bubbi.is/index.php?id=169&option=com_content&task=view , í tilefni af því að Vigdís framdi þann glæp að sýna sig í lopapeysu fyrir útrásarvíkingana á Álafossi. Landsfaðirinn nefndi það einmitt í kosningabaráttunni og sannaði þar hið fornkveðna: að það sem Platoni sæmir, Pésa fordæmir.. (Eitthvað eru nú áherslurnar bubbískar í þessum frasa, en meiningin er góð).
Hjörtur B Hjartarson

Eva Hauksdóttir sagði...

Ég hef alltaf skilið Paradísarfuglinn sem ádeilu á sjúkdómsvæðingu kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi.

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Takk fyrir fróðlegar upplýsingar, Hjörtur.

Eva, finnst þér ekki eins og textinn fjalli um hræsnina sem fylgir því að gera puntudúkku úr svolitlum sukkara, sem springur svo á limminu í síðasta erindi?


Paradísarfuglinn

Í dögun hvarf hún innum aðrar dyr
mig óraði ekki fyrir því sem skeði
en fyrren varði - fyrirgefiði
mér feimnina - hún gjörðist veik á geði
hún gjörðist veik
hún gjörðist veik á geði

Þeir gáfu henni truntusól og tungl
og tróðu hana út með spesstöðluðu smæli
en hann sem vissi allt var ómálga
- afsakiði meðanað ég æli
meðanað ég æli
meðanað ég æli
en paradísarfuglinn fló og gelti
mér finnst því líkast sem ég sé í svelti

Loks kvað hún uppúr innri mann með sinn
og æpti: ég vil heim í hass og sýru
- og basa
þeir glottu útað eyrunum í spíss
og önsuðu: þú hefur gervinýru
- og vasa
þú hefur nefnilega fengið
risagervinýru - með vasa
og paradísarfuglinn fló og gelti
ég fíla mig eins og ég sé í svelti

en paradísarfuglinn fló og gelti
mér finnst - mér finnst einsog ég sé í svelti

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Frá sjónarhóli þess sem þekkti hana og sá hana breytast í eitthvað sem hann þekkti ekki – en gat ekki sagt neitt, langaði bara til að æla.

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Annars er rosa "Gaukshreiðurs" stemmning í þessu – og Dísa gæti verið hvaða Dísa sem er. Sem var í dópi, varð geðveik og sett á beinu brautina af handafli af læknum.

http://en.wikipedia.org/wiki/The_Politics_of_Experience_and_the_Bird_of_Paradise

Paradísarfuglinn var bók um það að geðveiki væri fullgild upplifun sem læknisfræðin ætti ekki að reyna að útrýma.

Eva Hauksdóttir sagði...

Of áhugavert til að svara í stuttu máli http://www.pistillinn.is/?p=2700