Einu sinni reyndi ég að eiga rökræðu við rasista. Upp á síðkastið hafa óvenju margir ratað á þessa síðu með því að gúgla nafnið hans. Hann heitir Skúli Jakobsson. Ég furðaði mig á því þar til ég sá þetta.
Kolgeggjaður amerískur rasisti, vinur Skúla, er skráður ábyrgðarmaður síðunnar. Þar er ráðist gegn börnum. Börnum sem eiga um sárt að binda.
Skúli er fífl.
Allt hans hyski er fífl.
Ef hann skrifar þessa síðu (sem hann myndi aldrei hafa þor til að viðurkenna) er hann ekki bara fífl – heldur fífl sem á heima í fangelsi.
Sumir segja að maður eigi ekki að dreifa þessu. Það eigi að þagga svona óþverra niður. Það er ekki rétt.
Þessi síða er svo yfirdrifin og heimskuleg að hún hefur nákvæmlega ekkert aðdráttarafl. Hún opinberar það sama og rökræða mín við Skúla á sínum tíma. Rasistar fela sig bak við rökþræði en eru ekki tengdir þeim á nokkurn hátt. Þetta eru smámenni sem halda að þau séu stór. Heiglar sem halda að þeir séu hugrakkir. Halda að forarkjafturinn sé til marks um djörfung.
Forarkjafturinn er til marks um eitt, og aðeins eitt. Litlar, ómerkilegar og krumpaðar sálir. Hatursfull, gagnslaus ómenni sem eru ekkert, geta ekkert og velta sér í forinni upp úr ímynduðum stórveldisórum.
Þeir, sem á annað borð eru svo óheppilega innréttaðir að geta orðið fyrir vondum áhrifum af síðu eins og þessari, eru þegar helsjúkir. Það væri tölfræðilegt kraftaverk ef þeim hefði tekist að halda nægum vitsmunum til haga gegnum lífið til að geta versnað við að lesa þetta.
Allt venjulegt fólk fyllist andúð. Viðbjóði. Það finnur á augabragði að þessi tilgerðarlegi og misheppnaði einstaklingur sem kann ekki einu sinni að stafa skrautyrðin sem hann prýðir sig með – er veikur. Lítil, vesæl og veik mannvera hírist nú við tölvuskjá og fær kipp í litla, krumpaða hjartað í hvert sinn sem henni er sýnd athygli.
Og þótt einhverjum kunni að þykja vont að veita þessum aumingja fróun þá er hitt miklu mikilvægara. Að þeir sem daðra við rasisma, kynþáttahatur og þjóðernisrembing á hverjum degi og telja sig rökvísa og grandvara menn sjái hver tærasta birtingarmynd hneigða þeirra er.
Munurinn á „hófsömum“ og „góðgjörnum“ þjóðernissinna og aumingjanum á bak við ógeðið er sá að annar er enn ekki búinn að rekja sig nógu langt eftir naflastrengnum sem hann sogar næringu um til að sjá að hann er áfastur móðurlífi sjúkrar skepnu.
Það þurfa allir að lesa þetta. Sumir vegna þess að þetta er gluggi. Aðrir vegna þess að þetta er spegill.
7 ummæli:
Það er sem betur fer búið að loka síðuni. (account suspended)
Það er ekki búið að loka síðunni.
Ragnar Þór, takk fyrir góðan pistil.
þú ert fíbl
Segir fíflið sem kann ekki að stafa "fífl" þótt það hafi orðið fyrir framan sig.
http://bardaga.org/negroes/comments/hatemail.htm
Það er ekki enn búið að loka síðunni.
sá sem skrifaði þetta http://bardaga.org/negroes/nigtwins.htm skal bara rétt vona að hann verður í fangelsi þanngað til að ég gleymi þessu því þessir tveir yndislegu drengir eru litlu bræður mínir og það kallar þá enginn negra eða einhvað særandi. sá sem að skrifaði þetta um leið og ég veit hver þú ert þá mun ég finna þig og berja þig í drasl ég vona að þú sérð þetta og endilega vertu hræddur
Skrifa ummæli