Það komu tveir svona morgnar um daginn og æstu upp minninguna. Mikið var það gott.
En nú fer dimmi tíminn í hönd. Tíminn sem gerði menntaskólanum kleift að fylla í gatið á milli ljósglufanna. Það er eitthvað svo andstyggilegt við það að vakna í myrkri og fara til vinnu í myrkri. Eða það finnst mér. Einhverjum finnst það vafalaust sjarmerandi.
Snemma í morgun mættu foreldrar krakkanna okkar í unglingadeildinni í Norðlingaskóla. Við sýndum þeim hvað við erum að gera. Ég gat ekki betur séð en almenn ánægja ríkti með það sem við höfum í pípunum. Sjálfum fannst mér langmest gaman að við skyldum geta sagt þeim frá því að frá og með næstu helgi ráða nemendur því sjálfir hvort þeir mæti klukkan átta á morgnanna. Þeir sem vilja það frekar geta sofið aðeins lengur og mætt í skólann klukkan níu. Þeir eru þá bara klukkutíma lengur þann daginn.
Þetta var niðurstaða lýðræðislegst ferils sem m.a. fól í sér að fulltrúar nemenda lögðu sitt af mörkum. Í morgun var lokahaftið sprengt. Foreldrar innvinklaðir. Og svo er bara gó.
Svona finnst mér skólakerfið eigi að virka.
Næsta mál á dagskrá: Harry Potter smiðja. Við þurfum að gjöra svo vel (að kröfu námsnefndar nemenda) að umbreyta skólanum í Hogwarts og taka upp skólabúninga um tíma, flokka nemendur á vistir og taka upp kennslugreinar eins og varnir gegn myrkraöflunum og bruggun galdraseyða.
1 ummæli:
Pant Gera galdraseydid!
Skrifa ummæli