René Descartes
Þetta hafa þúsundir skólabarna sungið ótal sinnum. Ég hugsa það sé erfitt að finna Íslending sem ekki kann þessi orð utanbókar. En ég held það séu ekki neitt rosalega margir sem hafa tileinkað sér hugsunina á bak við þessi orð á jafn afgerandi hátt og franski náttúruspekingurinn og heimspekingurinn René Descartes gerði í upphafi 17. aldar.
Descartes vildi vita meira og meira – og áttaði sig á því að fyrsta skrefið til öruggrar þekkingar er, svo mótsagnarkennt sem það kann að hljóma, að losa sig við næstum alla þekkingu sína.
Descartes fæddist í bænum Le Haye í Frakklandi þann 31. mars 1596. Þú finnur bæinn ekki á neinu korti lengur. Hann hefur nefnilega skipt um nafn og heitir í dag einfaldlega Descartes. Það segir sína sögu um áhrifamátt og frægð þessa morgunfúla Frakka sem sagan segir að hafi fengið sérstaka undanþágu frá mætingarreglunum í barnaskóla. Hann svaf heldur út. En það kom ekki í veg fyrir að hann næði frábærum námsárangri.
Þegar Descartes varð eldri langaði hann að skoða heiminn og í þeim tilgangi varð hann hermaður. Og hann átti það til að skipta um her ef hann langaði frekar að fara eitthvað annað en herinn hans stefndi þá stundina.
Þegar hann var farinn að nálgast þrítugt tókst honum að græða svo mikla peninga að hann þurfti aldrei að vinna framar. Hann flutti til Hollands og fór að stunda vísindi. Löngum stundum sat hann og hugsaði. Stundum sat hann inni í stórum ofni þar sem var hlýtt og notalegt að vera. Hann skrifaði um allt frá stærðfræði til líffræði. Það má eiginlega segja að hann hafi fundið upp hnitakerfið sem öll íslensk skólabörn læra að nota. En í dag ætlum við að fjalla um heimspekina hans.
Frægastur er Descartes fyrir tvær bækur. Báðar eru mjög vel skrifaðar og eru til í frábærum íslenskum þýðingum. Sú fyrri heitir Orðræða um aðferð hin heitir Hugleiðingar um frumspeki. Hvorugur titilinn hljómar mjög aðgengilegur en Descartes var samt mjög umhugað um að venjulegt fólk gæti lesið bækurnar hans og skrifaði t.d. sín frægustu rit á frönsku, sem þótti ekki fínt, þegar aðrir skrifuðu latínu. Það er þess vegna dálítið kaldhæðnislegt að eina setningin sem allt sæmilega upplýst fólk kann eftir Descartes skuli vera á latínu: Cogito, ergo sum. Í raun ætti fólk frekar að segja: Je pense donc je suis.
Descartes gaf sumt af ritum sínum út undir dulnefni af ótta við að vera fordæmdur fyrir sumar af hugmyndunum í þeim en eignaðist samt marga aðdáendur (og nokkra hatursmenn eins og gengur). Einn þeirra var Svíadrottning sem fannst Descartes algjört æði og vildi helst eiga hann. Og hún bað hann að koma til Svíþjóðar og kenna sér heimspeki og spjalla við sig og vera einn af ráðgjöfum hennar.
Kristín Svíadrottning
Descartes ákvað að láta til leiðast og flutti til Svíþjóðar. Þar dundaði hann við ýmislegt og byrjaði m.a. að semja leikrit sem gerðist á Íslandi. En hann var ekki allskostar hamingjusamur því drottningin var afar upptekin kona og hafði bara tíma til að hitta hann eldsnemma á morgnanna. Descartes þurfti því að rífa sig upp fyrir allar aldir og vaða snjóinn og kuldann. Og karlgarmurinn entist ekki lengi við slíkan lifnað, fékk lungnabólgu og dó 11. febrúar 1650, aðeins 53 ára.
En nóg um líf hans. Við skulum velta fyrir okkur hugmyndinni sem hann lýsir í fjórða kaflanum í Orðræðu um aðferð. Hugmyndinni sem Hugleiðingar um frumspeki snýst um. Hugmyndinni um kogítóið og það allt saman.
Descartes áttaði sig fljótlega á því að margt af því sem honum hafði verið kennt sem barn var beinlínis rangt. Fólk hefur rangt fyrir sér um svo ótalmargt. Og þekkingu okkar fleygir fram. Það sem allir halda að sé rétt í dag er aðhlátursefni manna á morgun. Hvergi er þetta skýrara en í vísindum. Menn héldu t.d. lengst af að blóðið yrði til í lifrinni og ferðaðist þaðan um líkamann sem eyddi því upp. Og þetta var kennt í öllum læknadeildum Evrópu í mörg hundruð ár eða þar til einn vísindamaður tók sig til og komst að því að stærðfræðilega gekk þetta ekki upp. Upp frá því fóru menn að skoða hugmyndir um að blóðið ferðaðist hring eftir hring um líkamann.
En nóg um líf hans. Við skulum velta fyrir okkur hugmyndinni sem hann lýsir í fjórða kaflanum í Orðræðu um aðferð. Hugmyndinni sem Hugleiðingar um frumspeki snýst um. Hugmyndinni um kogítóið og það allt saman.
Descartes áttaði sig fljótlega á því að margt af því sem honum hafði verið kennt sem barn var beinlínis rangt. Fólk hefur rangt fyrir sér um svo ótalmargt. Og þekkingu okkar fleygir fram. Það sem allir halda að sé rétt í dag er aðhlátursefni manna á morgun. Hvergi er þetta skýrara en í vísindum. Menn héldu t.d. lengst af að blóðið yrði til í lifrinni og ferðaðist þaðan um líkamann sem eyddi því upp. Og þetta var kennt í öllum læknadeildum Evrópu í mörg hundruð ár eða þar til einn vísindamaður tók sig til og komst að því að stærðfræðilega gekk þetta ekki upp. Upp frá því fóru menn að skoða hugmyndir um að blóðið ferðaðist hring eftir hring um líkamann.
Og í sjálfu sér vitum við ekki hvað af þekkingu okkar er rangt og hvað af henni er öruggt.
Og það er þar sem Descartes byrjar að hugleiða.
Hann situr við eldinn og heldur á litlum vaxmola.
Hvað getur hann verið alveg viss um?
Getur hann treyst skilningarvitunum? Fingrunum sem segja honum að vaxmolinn sé harður? Augunum sem segja honum að molinn sé gulur? Nefinu sem segir honum að molinn hafi sæta lykt?
Og það er þar sem Descartes byrjar að hugleiða.
Hann situr við eldinn og heldur á litlum vaxmola.
Hvað getur hann verið alveg viss um?
Getur hann treyst skilningarvitunum? Fingrunum sem segja honum að vaxmolinn sé harður? Augunum sem segja honum að molinn sé gulur? Nefinu sem segir honum að molinn hafi sæta lykt?
Hvernig getur hann treyst skilningarvitunum? Hefur hann ekki oft séð eitthvað og heyrt í draumi? Eitthvað sem hann veit að er ekki til. Og ef augu hans, eyru, nef og fingur hafa svikið hann áður – af hverju að treysta þeim núna? Getur hann verið alveg viss?
Nei. Hann getur ekki verið viss um að þetta sé raunverulegur moli í raunverulegum lófa. Þetta gæti verið draumamoli í draumalófa.
Hann getur auðvitað hugsað sem svo að það sé mjög líklegt að molinn sé til og að hendin sé til og að hann sjálfur sé til – en getur hann verið alveg viss? Alveg fullkomlega?
Hvað ef til væri illur púki í staðinn fyrir góðan guð? Og þessi illi púki væri almáttugur. Og hann beitti öllum almætti sínum í að blekkja menn. Væri þá ekki allt rangt? Rautt væri ekki rautt. Líkamar væru ekki líkamar. Allt væri blekking. Allt væri rangt. Þú gætir ekki sagt eina einustu sanna setningu.
„Ég er maður“ væri rangt, því þú værir alls ekki maður. Púkinn fengi þig bara til að halda það.
Og þá fékk Descartes hugmynd. Það virðist vera ein setning sem þú gætir haldið fram og hún væri sönn.
Ég hugsa.
Það er sama hvort þú ert blekktur eða ekki, til að hægt sé að blekkja þig þarf að fá þig til að hugsa. Og ef þú hugsar þá ertu til. Þótt líkaminn þinn sé ekki til þá er hugur þinn til. Og þú ert þessi hugur. Þú ert til svo lengi sem þú hugsar. Það getur enginn látið þig halda að þú hugsir án þess að þú hugsir á sama hátt og hægt er að láta þig halda að þú sért með löpp þótt þú hafir enga löpp.
Og því sagði Descartes: „Ég hugsa, þessvegna er ég til.“
Eða, ég veit að ég er til því ég hugsa.
Á frönsku: Je pense donc je suis.
Á latínu: Cogito, ergo sum.
Og nú, þegar ég veit að ég er til fer ég að velta því fyrir mér hvað annað er til.
Næsta niðurstaða Descartes var að það væri greinilegur munur á sál (sem hann var nú búinn að sanna að væri til) og líkama. Líkaminn tekur pláss (það gerir hugsunin ekki), það tekur tíma að færa líkamann frá A til B (það tekur ekki tíma að fá hugmynd, hún kemur bara öll í einu og á einu augnabliki).
Og síðan fór Descartes að velta því fyrir sér hvort til væri Guð. Ef honum tækist að sanna að Guð væri til gæti honum kannski tekist að sanna að eitthvað annað væri til.
Og hann beitti nokkrum sönnunum. Loks taldi hann sig hafa sannað allrækilega að Guð væri til og að Guð væri algóður. Og að algóður Guð myndi ekki leyfa okkur að búa í blekkingu. Okkur var því óhætt að treysta skilningarvitum okkar.
Og við getum greint á milli draums og veruleika vegna þess að þótt okkur geti dreymt þá sé þrátt fyrir allt töluverður munur á veruleikanum í draumnum og í vöku.
Það er líklega ekki nema réttlátt að taka það strax fram að ekki eru margir sem láta sannfærast af sönnunum Descartes sem koma á eftir kogítóinu. Og raunar halda sumir því fram að Descartes geti ekki einu sinni sannað að hann sé hugsandi vera. Sumir halda því fram að efinn sem Descartes var búinn að kveikja á verði aldrei slökktur. Það séu engin svör. Eða réttara sagt: Að öllum svörum fylgi efi.
Og hvernig er hægt að stunda vísindi í heimi þar sem ekkert virðist vera öruggt?
Jú, það er hægt. Fyrst þarf maður að ákveða hvað nákvæmlega vísindi eru. Það getur nefnilega ekki allt kallast vísindi.
Karl Popper heimspekingur er eiginlega maðurinn sem markaði vísindunum svæði í samfélaginu.
Hugmynd Poppers er sú að vísindin eigi að rannsaka það sem hægt er að rannsaka og láta annað í friði.
Og hvernig veit maður hvað hægt er að rannsaka og hvað ekki?
Jú, Popper stingur upp á einföldu prófi. Ef þú vilt kalla kenningu þína vísindalega verður þú að svara einni spurningu: „Hvernig er hægt að afsanna kenninguna þína?“
Tökum dæmi: Tveir menn koma fram og halda fram sitthvorri „kenningunni“ um svani. Annar segir:
„Allir svanir eru hvítir“
Hinn segir:
„Það er til gulllitaður svanur“
Popper myndi segja að aðeins fyrri setningin geti talist vísindaleg kenning. Vegna þess að aðeins þá setningu er hægt að afsanna.
Það þarf ekki nema einn svartan svan til að sanna að það séu ekki allir svanir hvítir.
En kenninguna um að til sé einhversstaðar gulllitaður svanur er ekki hægt að afsanna. Það er alveg sama hvað því finnur marga hvíta eða svarta svani. Enginn þeirra sannar eitt eða neitt um það hvort til sé gullsvanur.
Eina leiðin til að skera úr um hvort gullsvanir séu til er að koma með slíkan svan. En þá ertu ekki að leggja fram neina kenningu, þú ert einfaldlega að benda á staðreynd.
Nei. Hann getur ekki verið viss um að þetta sé raunverulegur moli í raunverulegum lófa. Þetta gæti verið draumamoli í draumalófa.
Hann getur auðvitað hugsað sem svo að það sé mjög líklegt að molinn sé til og að hendin sé til og að hann sjálfur sé til – en getur hann verið alveg viss? Alveg fullkomlega?
Hvað ef til væri illur púki í staðinn fyrir góðan guð? Og þessi illi púki væri almáttugur. Og hann beitti öllum almætti sínum í að blekkja menn. Væri þá ekki allt rangt? Rautt væri ekki rautt. Líkamar væru ekki líkamar. Allt væri blekking. Allt væri rangt. Þú gætir ekki sagt eina einustu sanna setningu.
„Ég er maður“ væri rangt, því þú værir alls ekki maður. Púkinn fengi þig bara til að halda það.
Og þá fékk Descartes hugmynd. Það virðist vera ein setning sem þú gætir haldið fram og hún væri sönn.
Ég hugsa.
Það er sama hvort þú ert blekktur eða ekki, til að hægt sé að blekkja þig þarf að fá þig til að hugsa. Og ef þú hugsar þá ertu til. Þótt líkaminn þinn sé ekki til þá er hugur þinn til. Og þú ert þessi hugur. Þú ert til svo lengi sem þú hugsar. Það getur enginn látið þig halda að þú hugsir án þess að þú hugsir á sama hátt og hægt er að láta þig halda að þú sért með löpp þótt þú hafir enga löpp.
Og því sagði Descartes: „Ég hugsa, þessvegna er ég til.“
Eða, ég veit að ég er til því ég hugsa.
Á frönsku: Je pense donc je suis.
Á latínu: Cogito, ergo sum.
Og nú, þegar ég veit að ég er til fer ég að velta því fyrir mér hvað annað er til.
Næsta niðurstaða Descartes var að það væri greinilegur munur á sál (sem hann var nú búinn að sanna að væri til) og líkama. Líkaminn tekur pláss (það gerir hugsunin ekki), það tekur tíma að færa líkamann frá A til B (það tekur ekki tíma að fá hugmynd, hún kemur bara öll í einu og á einu augnabliki).
Og síðan fór Descartes að velta því fyrir sér hvort til væri Guð. Ef honum tækist að sanna að Guð væri til gæti honum kannski tekist að sanna að eitthvað annað væri til.
Og hann beitti nokkrum sönnunum. Loks taldi hann sig hafa sannað allrækilega að Guð væri til og að Guð væri algóður. Og að algóður Guð myndi ekki leyfa okkur að búa í blekkingu. Okkur var því óhætt að treysta skilningarvitum okkar.
Og við getum greint á milli draums og veruleika vegna þess að þótt okkur geti dreymt þá sé þrátt fyrir allt töluverður munur á veruleikanum í draumnum og í vöku.
Það er líklega ekki nema réttlátt að taka það strax fram að ekki eru margir sem láta sannfærast af sönnunum Descartes sem koma á eftir kogítóinu. Og raunar halda sumir því fram að Descartes geti ekki einu sinni sannað að hann sé hugsandi vera. Sumir halda því fram að efinn sem Descartes var búinn að kveikja á verði aldrei slökktur. Það séu engin svör. Eða réttara sagt: Að öllum svörum fylgi efi.
Og hvernig er hægt að stunda vísindi í heimi þar sem ekkert virðist vera öruggt?
Jú, það er hægt. Fyrst þarf maður að ákveða hvað nákvæmlega vísindi eru. Það getur nefnilega ekki allt kallast vísindi.
Karl Popper heimspekingur er eiginlega maðurinn sem markaði vísindunum svæði í samfélaginu.
Hugmynd Poppers er sú að vísindin eigi að rannsaka það sem hægt er að rannsaka og láta annað í friði.
Og hvernig veit maður hvað hægt er að rannsaka og hvað ekki?
Jú, Popper stingur upp á einföldu prófi. Ef þú vilt kalla kenningu þína vísindalega verður þú að svara einni spurningu: „Hvernig er hægt að afsanna kenninguna þína?“
Tökum dæmi: Tveir menn koma fram og halda fram sitthvorri „kenningunni“ um svani. Annar segir:
„Allir svanir eru hvítir“
Hinn segir:
„Það er til gulllitaður svanur“
Popper myndi segja að aðeins fyrri setningin geti talist vísindaleg kenning. Vegna þess að aðeins þá setningu er hægt að afsanna.
Það þarf ekki nema einn svartan svan til að sanna að það séu ekki allir svanir hvítir.
En kenninguna um að til sé einhversstaðar gulllitaður svanur er ekki hægt að afsanna. Það er alveg sama hvað því finnur marga hvíta eða svarta svani. Enginn þeirra sannar eitt eða neitt um það hvort til sé gullsvanur.
Eina leiðin til að skera úr um hvort gullsvanir séu til er að koma með slíkan svan. En þá ertu ekki að leggja fram neina kenningu, þú ert einfaldlega að benda á staðreynd.
Þannig að, vísindalegar kenningar verður að vera hægt að afsanna til að hægt sé að kalla þær „vísindalegar“ í raun og veru.
Þetta hefur orðið til þess að til er heill heimur svokallaðra „gervivísinda“. Það er: Vísindi sem ekki standast þessa kröfu.
Og mikið er deilt um hvort sumt af því sem kallað er „gervivísindi“ sé í raun nokkuð verra eða ómerkilegra en „alvöru“ vísindi.
Þetta hefur orðið til þess að til er heill heimur svokallaðra „gervivísinda“. Það er: Vísindi sem ekki standast þessa kröfu.
Og mikið er deilt um hvort sumt af því sem kallað er „gervivísindi“ sé í raun nokkuð verra eða ómerkilegra en „alvöru“ vísindi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli