26. júlí 2009

Ómar, Einar og spunameistarinn blekkja þjóðina.


Nú styttist í að Rellu-Ómar og Einar verpill ljúki hringferð sinni um landið á metanbíl. Einn aftaníossa þeirra er Andrés Jónsson áróðursskuggaráðherra Kóka kóla á Íslandi og Samfylkingarinnar.

Þeir félagar bjóða upp á nýjung, hægt er að fylgjast með för þeirra „í beinni“ í gegnum netið.

Nú vill svo til að á föstudagskvöld þá skoðaði ég feril þeirra. Þar kom í ljós að um leið og þeir höfðu yfirgefið umráðasvæði Blönduósslöggunnar þá gáfu þeir bílnum inn svo um munaði. Þeir fóru langt yfir hámarkshraða á leið í Skagafjörð og alla leið til Akureyrar. Á einum stað keyrðu þeir á 111 km/klst.

Nú vill svo til að einhver – og hér er auðvitað ástæða til að gruna áróðursmeistarann – hefur fiktað í hraðatölunum. Búið er að breyta öllum háu tölunum í sömu töluna, 94 km/klst. Og í þessum töluðu orðum bruna félagarnir eftir Suðurlandsvegi á ótrúlega jöfnum hraða – jú, 94 km/klst.

Nú er það fjarri mér að finnast eitthvað að því þótt þeir haldi eðlilegum umferðarhraða hringinn. En mér finnst lélegt að reyna að hylja þann breyskleika með blekkingum. Sérstaklega þegar um er að ræða verkefni eins og þetta.

Þetta er svona dálítið eins og ef Reynir Pétur hefði stytt sér leið.

Uppfært:

Nú er DV búið að birta eindregna neitun Ómars og Andrésar. Andrés gefur í skyn að þetta sé samsæriskenning hjá mér og sjálfur hafi hann séð þá fara hraðast í 96 km/klst.

Það vill svo til að þessir 96 km/klst sem Andrés sá eru nú horfnir og í staðinn er komið ... ta da ... 94/km/klst!

Enn uppfært:

Nú er búið að fjarlægja slóðina af netinu. En hraðatölurnar má þá bara sjá hér í staðinn.

26 ummæli:

andresjons sagði...

Gaman að þú skulir hafir fylgst með hringferðinni. En þú ert á algjörum villigötum með ályktanir þínar.

Það getur vel verið að þú hafi séð þessar tölur sem þú nefnir... þær eru uppfærðar sjálfkrafar skilst mér á 60 sek fresti. Allar tölur sem þú sérð við hlið kortsins eru stikkprufur af hraða eins og gps-tækið um borð mælir hann.

Þegar sagan er hins vegar birt aftur í tímann þá eru teknar mun færri stikkprufur (eins og ég skil þessa síðu www.depill.is - án þess að ég kunni það 100%)

Þannig að sami punktur og þú sást þarf ekkert endilega að vera þar á meðal.

Hvaðan þú færð þá hugmynd að það sé eitthvað verið að eiga við þetta skil ég ekki.

Þetta eru að vísu ekki vottuð hraðamælingartæki, þessir GPS deplar, en ef menn keyra of hratt þá eiga þeir það við sjálfa sig.

Ekki lít ég allavega á það sem mitt hlutverk að bjarga mönnum undan hraðaeftirliti. :)

Ragnar Þór Pétursson sagði...

þessar tölur sem ég sá voru í uppgefnum hraða aftur í tímann ekki í rauntíma.

Bíllinn var kyrr í Þorpinu á Akureyri.

Þannig að „Þegar sagan er hins vegar birt aftur í tímann þá eru teknar mun færri stikkprufur (eins og ég skil þessa síðu www.depill.is - án þess að ég kunni það 100%)“ kemur málinu ekki við.

Ragnar Þór Pétursson sagði...

„Ekki lít ég allavega á það sem mitt hlutverk að bjarga mönnum undan hraðaeftirliti. :)“

Tíhí.

„Þannig að ekki láta Blöndóuslögguna vita af síðunni fyrr en þeir eru komnir framhjá ;) “

Hver skrifaði þetta, Andrés minn?

Nafnlaus sagði...

nú ef ég skil rétt eru þessir gps deplar aðeins staðsetningartæki í tvívíðum skilningi, þ.e. þeir gefa ekki hæð ökutækisins, a.m.k. ekki með góðri nákvæmni. Eigi þessi uppgefni meðalhraði einungis uppruna frá þessum gps hnitum þá er alveg öruggt að raunverulegur meðalhraði er eitthvað hærri, og örugglega ekki minni, enda nóg um hóla og hæðir á hringveginum sem lengja raunverulega leið sem bíllinn þarf að keyra. Einnig ætti ekki að þurfa að taka fram að sektarmörk bíls með eftirvagn er 86 km/klst. Þetta getur því ekki talist fordæmagóður akstur, jafnvel þó þessar hraðatölur séu ca réttar.

andresjons sagði...

Hehe... busted!

Ég skrifaði þetta í gríni að sjálfsögðu (eins og þú auðvitað veist), enda geri ég fastlega ráð fyrir löggur séu í lesendahópi bloggsins míns og því varla rétti vettvangurinn til að skipuleggja lögbrot. :)

andresjons sagði...

"þessar tölur sem ég sá voru í uppgefnum hraða aftur í tímann ekki í rauntíma.

Bíllinn var kyrr í Þorpinu á Akureyri."

Já, ok... Gaf mér það að þú hefðir séð þær í rauntíma. Minn misskilningur.

Þá veit ég því miður ekkert um þetta.

Nafnlaus sagði...

Ég sé ekki betur en að það sé búið að henda út slóð þeirra félaga af kortavefnum. Finn hana allaega ekki núna en var að skoða þetta fyrir nokkrum klukkutímum.

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Slóðin er farin, jú. En í færslunni má sjá link á hraðatölurnar.

Nafnlaus sagði...

þvílikt rugl vera að væla yfir því að ómar fari uppí 111 áttu þér ekkert líf ?

Nafnlaus sagði...

Þó hlytur að vera mjög einn manna.Ómar er þjóðahetja og miklu meira en að vera velta sér upp úr þessu er alveg ótrulegt.

Nafnlaus sagði...

góður Raggi

Baldvin Z

Nafnlaus sagði...

Er hámarkshraði fyrir bíla með kerru í eftirdragi 90km?

Nafnlaus sagði...

Hvað er eiginlega málið? - ertu að gera þig að einhverri sjálfskipaðri lögreglu? - hverskonar lögregluríki viltu að við lfifum í? Big brother watching all the time... if not the police, then some stupid blogger...

Hvort þeir keyrðu á 90 eða 110, skiptir engu, svo fremi sem enginn mældi eða er til frásagnar. Þínar prívatathugasemdir skipta nákvæmlega engu máli.

Ætlar þú að fylgjast svona með öllum Íslendingum, hvar sem þeir keyra og af hvaða tilefni sem er?

Margt ruglið hefur maður nú séð í bloggheimum, en þetta toppar það allt í ruglinu...!

Nafnlaus sagði...

Hey fáviti kl. 23:15! Þessir menn buðu almenningi aðgang að ítarlegum upplýsinum um ferðalag sitt og hvöttu alla til þess að fylgjast með. Ragnar tók þá einfaldlega á orðinu og veitti því athygli að það virðist hafa verið átt við upplýsingar um hraðann. Ég efast stórkostlega um að Ragnari sé ekki skítsama um hraðann sem slíkann, það er ekki atriðið sem bloggið snýst um.

Nafnlaus sagði...

Annars er hámarkshraði fólksbíls með eftirvagn 80 km/klst. Það fer reyndar ekki nokkur maður eftir því.

Bergthor sagði...

Eg hef nu ferðast um landið og ekki næ eg að halda 90 km hraða i marga tima.Væri gamann að vita hvernig 'Omar fer að þessu :))..
Er að spa að fara til ak um vesló.get kannski lagt af stad seinna en eg ættlaði mer miðað við að aka alltaf á 94 km

Nafnlaus sagði...

Ég samhryggist Ragnari Þór að eiga sér ekki skemmtilegra líf en að vera fylgjast með heimasíðum sem þessum.
Ef að einhver ætlar að SANNA að bíl hafi verið ekið á yfirhraða þá þarf viðkomandi að vera VITNI að því á staðnum með þar til gerðum mælitækjum sem að samt sem áður geta verið vitlaust stilltar.
En eins og áður sagði þá á Ragnar Þór sér ekki meira spennandi líf en þetta og það ætti að vera fleirum áhyggjuefni heldur en hvort að einhverri bifreið hefur verið ekið hratt eða hægt svo lengi sem að ekkert tjón hlaust af.
Rétt er það að hámarkshraði bifreiða með kerru eða álíka búnað er 80 km. á klukkustund.
Hitt er hins vera ljóst að afar fáir fara eftir því, enda var það í fréttum fyrir skömmu að leggja á fram frumvarp um að hækka þetta hámark í 90 km.
Bergþór ef að þér tekst ekki að halda 90 km. hraða í langan tíma þá gæti verið að þú þyrftir nýrri eða betri bíl.
Flestir nýlegir bílar ná því að halda þessum hraða svo lengi sem að enginn önnnur ökutæki eru fyrir framan sem að aka á minni hraða.

Nafnlaus sagði...

"Eg hef nu ferðast um landið og ekki næ eg að halda 90 km hraða i marga tima.Væri gamann að vita hvernig 'Omar fer að þessu :)).."

Getur verið að það sé skriðstillir í bílnum?

Bergthor sagði...

það er málið ég kemst ekki 1 sinni til selfoss og held 90 km alla leið beyjur og umferð er þess valdandi svo ekki er talda um brekkurnar !!!!! allir sem hafa ekið bíl ættu ad vita ad þetta gengur ekki upp :)ps er a 2005 model af bil.

Nafnlaus sagði...

Jæja, athyglisverð umræða hér. Ég veit ekki betur en að hámarkshraði bíls með kerru sé 70 km/klst. þannig að þeir hafa með þessu viðurkennt að hafa farið 24 km/klst. yfir hámarkshraða. Dágóð sekt það!

Með bestu kveðjum,

Finnur

Heimir Tomm sagði...

Ja, ég segi ekki meira en who cares???

Eftir því sem mér skilst þá er markmiðið að keyra hringinn á metani. Er ykkur eitthvað illa við það? Myndi aksturslag ykkar standast ef að það væri GPS punktar teknir á 60 sek. fresti? Ég leyfi mér að efast um það.

Nafnlaus sagði...

Smá leiðrétting, hámarkshraðinn er 80 km/klst. á kerru sem er skráð og 60 km/klst á óskráðri kerru. Þetta gildir hvort sem að fólk fari eftir þessu eða ekki. Þannig að Ómar viðurkennir að hafa farið 14 km/klst. of hratt. Sjá: http://www.forvarnahusid.is/files/2009_6_29_Eftirvagnar%20og%20husbilar.pdf

Með bestu kveðjum,

Finnur

Már sagði...

Ég get staðfest það að hafa séð a.m.k. eina mælingu upp á 110-115 km hraða einhversstaðar í Skagafirðinum, þegar ég var að skoða þessa mælidepla undir miðnættið á meðan Ómar og Einar voru sýndir í kyrrstöðu einhversstaðar í Glerárhverfinu á Akureyri.

Í kjölfarið renndi ég yfir alla deplana fyrir þann dag, og minnir að ég hafi ekki séð nema í mesta lagi 2-3 depla sem sýndu þriggja stafa tölu - þannig að gamli rallþórinn hann Ómar virtist hafa hegðað sér bara tiltölulega vel alla leiðina. :-)

Nafnlaus sagði...

Ég og faðir minn vorum á leið frá Hvolsvelli í gær (sunnudag) og getum hent hér inn að Ómar og co. tóku frammúr okkur strax eftir Hellu, áður en hámarkshraða er breytt aftur úr 70 í 90 (áður en komið er að verkstæðinu, fyrir þá sem þekkja) og óku þeir á yfir 90 km hraða... óumdeilanlegt. Við hlógum að þessu. Svo sáum við þá stoppa á N1 Selfossi... til að taka bensín?

Nafnlaus sagði...

Ég get staðfest að ég var á ferðinni á milli bjórgerðarinnar í Ölvisholti og Selfoss í gær og ók ekki undir 130. Samt fór Ómar fram úr mér, og það afturábak!

Nafnlaus sagði...

Get ég átt von á því að jeppar með kerru í afturdragi aki um á þjóðvegum landsins á rétt rúmlega 90 km. hraða á klukkustund þegar ég held af stað í fjölskylduferðalag á litlum fólksbíl?