6. júlí 2009

Enn af kannabiskórnum

Óli bróðir sendi benti mér á að einhverjir kannabiskögglar hefðu rekist á færsluna mína og hafið þar upp raust sína mér til skammar.

Fínt hjá þeim.

Ég er farinn að halda að óskaddaði kannabisneytandinn sé jafnvel fráleitari mýta en hamingjusama hóran.

9 ummæli:

Unknown sagði...

Pistillinn þinn er alveg nóg til að vera þér til skammar, þú þarft enga hjálp við það. Og þessi viðbrögð þín stimpla þig endanlega inn á fávitakortið. Getirðu ekki verið málefnalegur í þessari umræðu..ættirðu kannski bara að þegja?

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Óttalegar klisjur eru þetta, Haraldur. Þú ert eins og mörklepraður bókabesefi að leita að g-bletti stúlkunnar sem sviptir hann sveindómnum. Öll þín ummæli snúast um eitt. Að reyna að finna leið til að geta sagt að ég sé hálfviti eða fífl með einhverju sem lítur út eins og aðdragandi.

Að rökræða um skaðsemi kannabis við strompa eins og þig er álíka uppbyggilegt og gagnlegt og að rökræða við hvítasunnumenn um vitsmunahönnun lífs.

ágætis afþreying ef maður hefur bókstaflega ekkert betra að gera en leiðigjarnt til lengdar.

Unknown sagði...

ég ætla ekki að leggjast jafn látt og sumir að ráðast á persónu fólks... þín skoðun er þitt mál.. ég þarf ekki að vera sammála en ertu til í að reyna að vera málefnalegur og halda þér á siðlegum nótum? ekki mín vegna... heldur okkar allra! Skoðanaskipti þarf ekki að breytast í skítkast.. það er merki um vanþroska.. hefur ekkert með neyslu að gera.

Skorrdal sagði...

Jahérna...

Unknown sagði...

Hahaha...kallarðu orðfæri þitt rökræður? Jahérna...flest er nú til.
Komdu með málefnaleg rök í stað persónulegra ávirðinga og prívat-skoðana, sýndu að þú sért læs á annað en eigin skoðanir.Eða eru kannski Helgi Jóhannesson afbrotafræðingur og Matthías landlæknir kannabiskögglar?

Einar V. Bj. Maack sagði...

Jú, Ragnar veit betur en HJ og Dr. Matti, því Ragnar hefur RÉTTA skoðun. Það þarf nefnilega ekkert að rökræða hans skoðun hún er RÉTT og þessvegna er best að kúka bara yfir persónur fólks sem er honum ósammála.
Þegar Ragnari er svo bent á að hann sé alls ekki að bera rök fyrir máli sínu heldur aðeins að kúka á persónur nokkra einstaklinga sem eru honum ósammála þá bregst hann ókvæða við og gefur í skyn að þeir sem benda honum á kaun umræðu hans séu bara að reyna að sverta persónu Ragnars með því að bendla hann við hina alræmdu 'ad Hominem' rökvillu og það sé raunar slík villa að benda á þær í fari hans.
Ragnar sannar enn og aftur að maður þarf ekki kannabisefni til þess að vera skemmdur.

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Haraldur, hvar kalla ég orðfæri mitt rökræður?

Sanna þú nú læsi þitt og sýndu okkur það.

Einar: Ég var ekkert að kúka yfir persónur þessa fólks. Ég var einfaldlega að benda á að þetta fólk eru holdtekjur alls þess versta sem kannabis er grunað um að vera. Ég reyndi þvert á móti að vera sanngjarn í dómum mínum um það. Eða eins sanngjarn og hægt er að vera við geimveruveiðimann sem dýrkar Friedman.

Ég hef engan sakað um að sverta persónu mína. Persóna mín er sterkari en svo að hún titri við það að einhverjir hamphausar birtist og endurtaki sama máttlausa rausið aftur og aftur. Og það þótt kannabispáfinn Skorrdal kvitti undir með jahérna, sveimér þá og fari það hoppandi sem.

Unknown sagði...

Mér finnst þú hrokafullur með meiru og rangsýnn maður. batnandi mönnum er víst best að lifa og á það líka við þig... gvuð gefi þér visku!

Nafnlaus sagði...

ok fine... getiði talað um eitthvað af viti, eins og niðurstoður WHO og annara um kannabisefni. Engin af ykkur er læknir, er það ? Tolum um hvað visindamenn og serfræðingar segja um þetta :) Er það ekki fair punktur ??