17. júlí 2009

Aldrei aftur Vg

Vg er dauður flokkur.

Fólk velur ekki á milli flokka vegna þess að dómgreind fólks í einum flokki sé almennt betri en í öðrum. Fólk velur flokka vegna stefnuskráar flokksins og málflutnings.

Vg hefur jarðað stefnuskrá sína svotil alla á undrastuttum tíma. Allt vegna þess að Steingrímur Joð virðist vera farinn á taugum.

Hann stofnaði þennan flokk utan um sitt risastóra egó eftir að Margrét Frímanns rassskellti hann í formannskosningu. Dró inn í flokkinn á asnaeyrunum fólk með allskyns róttækar hugsjónir.

Er búinn að raðnauðga þessum hugsjónum eftir að hann komst til valda.

Valdaseta Steingríms Joðs er einhver viðbjóðslegasti plebbaskapur sem íslensk stjórnmál hafa að geyma. Ögmundur og hinir já-mennirnir eru gungur og druslur.

Vg lofaði að taka ESB málið upp í þinginu. En áskildi sér rétt til að berjast gegn því þar. Gaf þann rétt frá sér undir hótunum.

Jóhanna er annað egó. Tapaði eins og Steingrímur. Stofnaði Þjóðvaka. Dró með sér hugsjónadruslur. Ekkert varð úr því. Er nú búin að sölsa undir sig líkkistu Samfylkingar og drepa Vg.

Engin ummæli: