Það var líf og fjör á Akureyri um helgina þegar Liverpoolklúbburinn á Íslandi hélt fánadag. Það var vel mætt og skemmtilegt að landa þrem stigum í skemmtilegum leik.
Ég drakk talsvert af bjór og straujaði kortið svo ört að haldinn var skyndifundur í seðlabankanum. Niðurstaða fundarins var sú, að viðskiptabankinn minn réði ekki við þessar færslur, og væri tæknilega séð, kominn á hausinn.Ég hef lofað Davíð að kæla kortið fram yfir mánaðarmót, svona rétt á meðan hann ætlar að hrifsa leifarnar af bankanum til sín.
Góðar stundir. Bóla
Engin ummæli:
Skrifa ummæli