27. september 2008

Björn, Björn, Björn!

Alveg get ég verið hjartanlega sammála Birni Bjarnasyni, varðandi það að forstöðumenn opinberra stofnana eiga að sjálfsögðu að halda rekstrarkostnaði innan fjárlaga, og að öðrum kosti eiga þeir (forstöðumennirnir) að víkja, ef þeir eru ekki hæfir til að reka viðkomandi stofnun sómasamlega.

En til þess að mögulegt sé að reka opinberar stofnanir almennilega, verður að gera ráð fyrir því í fjárlögum hvaða þjónustu á að veita, meta síðan kostnaðinn við að veita þá þjónustu og leggja til fjármagn samkvæmt því. Það er ekki alveg „málið“ að ákveða þjónustuna, setja síðan lægri upphæð í reksturinn en nauðsynleg er til að veita hana, og verða svo vitlaus yfir bruðlinu í viðkomandi stofnun, þegar hún fer fram úr fjárlögum. Það er eiginlega alveg vonlaust að fá góða nautasteik fyrir það sem svínahakk kostar, en það er nokkurnveginn það, sem oft er ætlast til af forstöðumönnum opinberra stofnana. Þeir sem ráða, verða auðvitað að skaffa það sem til þarf, svo mögulegt sé að reka draslið, og þá hvorki meira né minna, menn fá sem sagt það sem þarf, ekkert annað.

Síðan eiga forstöðumennirnir að sjálfsögðu að bera ábyrgð á rekstrinum og ef þeir ekki standa sig , þá er ekkert annað en að láta þá fara. Ef það er núna orðin stefna ríkisstjórnarinnar að vinna þannig, þá er það fínt, en þá er líka betra að fara að taka til hendinni , það eru nefnilega fleiri stofnanir heldur en sýslumannsembættið á Suðurnesjum sem eru á bullandi yfirdrætti. Út með allt þetta lið sem bruðlar endalaust með almannafé ár eftir ár, og fáum nýtt fólk til að gera þetta almennilega.

Og út með Björn Bjarnason í leiðinni, hans tími er einfaldlega liðinn, ég var ánægður með hann hérna um árið þegar hann var Menntamálaráðherra, þá var hann í formi og gerði ágætis hluti, það sama verður ekki sagt um hann í dag, hann er alveg kominn í ruglið, maður er eiginlega steinhættur að skilja neitt sem hann segir eða gerir, bara tómt andskotans rugl. Fólk bendir oft á Framsóknarflokkinn þegar verið er að tala um rugl, vitleysu og eiginhagsmunapot, nú hefur Björninn alveg toppað alla Framsóknarmenn sem ég man eftir, í vitleysu, rugli og eiginhagsmunagæslu, að hans mati er alltaf bara ein hlið á öllum málum, „hans hlið“. Þeir sem ekki eru sammála honum eru að sjálfsögðu bara bjánar.

Björn, VAR sæmilegur, eiginlega bara ágætur, en ER vonlaus, ÚT með manninn, strax. Tíminn er liðinn þetta er búið.


Ólafur Ragnar Hilmarsson

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Óli minn þú ættir nú að vita það að jóhann hefur alltaf verið mjög umdeildur maður og þykir mjög erfiður í samstarfi.
Er ekki pínulítið undarlegt að allir sýslumenn og lögreglustjórar landsins að Jóhanni undanskyldum styðja þær breytingar sem Björn hefur boðað?
Grámann

Nafnlaus sagði...

Grámann,
Hver er eiginlega Grámann ?
Það má vel vera að Jóhann sé erfiður, en hann hefur samt staðið sig vel í djobbinu. Hvort það er undarlegt að allir hinir séu sammála Birninum, ég veit ekki, getur verið að þeir vilji halda sínum djobbum ? Ég hef samt þá skoðun að Björn ætti að fara, og ekki bara vegna þessa máls, hans tími er bara liðinn.
Kv. Óli R.