14. júní 2008

Smekklaus húmor

Smekklaus húmor er vanmetinn listgrein sem kemst allt of sjaldan á stóra sviðið. Á Íslandi er löng hefð fyrir að daðra við smekkleysuna en opinberlega er sjaldan gengist við henni. Hún smýgur því oft undir yfirborðið og súrnar, fólk springur út í teitum og tjaldútilegum en þá er húmorinn orðið lítið annað en viðbjóðsleg samsuða rasisma og hrollsælu.

Ég rakst í dag á þennan strák hér:

..

Mér finnst þetta fyndið. Mjög fyndið á köflum meira að segja. Raunar fannst mér þetta 9 mínútna eldgamla myndband þar sem þessi sami strákur kynnir sig ennþá fyndnara á pörtum, þótt þar sé húmorinn ekki svartur.

Síðan er þetta brostlegt:

..

Og þetta beinlínis illkvittnislega fyndið:

..

En meistarinn sjálfur í svona, söng-kaldhæðnis-uppistandi er auðvitað Tom Lehrer:

..

Ef frá er talin dálítið máttlaus tilraun Halla/Ladda/Ríó-Tríó-legra Íslendinga er mér vitanlega engin hliðstæða til hérlendis.

1 ummæli:

Andri Valur sagði...

Sem minnir mig á góðan brandara sem ég fattaði ekki þegar ég sá hann fyrst.

Af hverju kunni Helen Keller ekki að keyra?

Af því hún var kona!