12. mars 2008

Tónleikar


Ja, nú erum við að tala saman, eða dansa eða eitthvað.


Meistarinn John Fogerty og félagar að koma til að spila í Laugardalshöllinni — hann var aðalmaður Creedence Clearwater Revival, hljómsveitarinnar sem gerði garðinn frægan um 1970 og er ennþá vel þekkt og jafnvel vinsæl. Eða hver þekkir ekki lög eins og Fortunate Son, Who'll Stop the Rain, Down on the Corner, Proud Mary og mörg önnur sem eru algjörlega ódauðleg.


Heyrði nokkur tiltölulega nýleg lög með honum fyrir skömmu og greinilegt að kappinn hefur engu gleymt — frábær söngvari og fullkomlega peninganna virði að fara til að sjá og hlusta á hann.


Ég ætla aldeilis ekki að láta mig vanta í Höllina í lok maí, þegar John Fogerty stígur á stokk.


Varð bara að láta einhvern vita af þessu.


Nú var ég að lesa þennan texta yfir aðeins til öryggis, margt skrýtið í íslensku: Hvaða „garður” er þetta sem varð frægur? Og hvað er með þennan „stokk”?


Ólafur Ragnar Hilmarsson

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maður stígur ekki á stokk nema maður ætli sér að strengja heit.

Þ.

Nafnlaus sagði...

Ég held nú að það sé í góðu lagi að stíga á stokk án þess að strengja heit. Svo er auðvitað hægt að líta í orðabók til að vera viss.