13. mars 2008

Á bak við lás og slá


Tæplega 10 milljónir manna sitja í fangelsum víða um heim, næstum helmingurinn í Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Í BNA situr nú meira en 1% fullorðinna í fangelsi, en þær tölur eru nokkuð skekktar þegar tekið er tillit til þess að níundi hver svertingi á aldrinum 20 - 35 ára situr inni.

Afar athyglisvert er að skoða skiptingu á milli ríkja í svipuðum heimshluta en með mismunandi íbúadreifingu eða stjórnarfar.

Það er 230% líklegra að þú sitjir inni í Mið- eða Austur-Evrópu en í öðrum hlutum álfunnar, en samt sem áður en næstum tvöfalt líklegra að þú sitjir inni í löndunum í Karabíska hafinu en í Austur-Evrópu.

Það er hreint ekkert líklegt að þú sitjir inni ef þú ert íbúi í sunnanverðri Mið-Asíu (Indland og nágrenni) en ef þú ferðast norður til þeirra ríkja sem áður tilheyrðu Sovétinu þá sjöfaldast líkurnar á fangelsun. Langlíklegast er að þú sitjir inni í Túrkmenistan.

Það eru svo til jafnmargir fangar á Íslandi og Grænlandi, þótt íbúafjöldi Íslands sé fimmfaldur íbúafjöldi Grænlands. Grænland sker sig frá restinni af danska heimsveldinu þar sem frændur okkar Færeyingar geta talið fangana á fingrum sér en í Danmörku sjálfri sitja tvöfalt fleiri inni en á Íslandi miðað við mannfjölda.

Það sitja tvöfalt fleiri inni í Sádi-Arabíu en Írak en rúmlega þrisvar sinnum fleiri í Íran en Írak.

Ekkert ríki á þó roð í Bandaríkinn, hvort sem um er að ræða fjölda eða hlutfall af mannfjölda. Af hverjum 100.000 íbúum þar eru 714 í fangelsi.

Eins og staðan er í dag sitja fleiri inni á hverju ári en deyja úr krabbameini. Í BNA er tvöfalt líklegra að þú sitjir inni á næstu 12 mánuðum en að þú greinist með krabba.

1 ummæli:

Herra Jón sagði...

Ég held bara að ég sé betri maður eftir þessa lesningu.