15. mars 2008

Blaðrið í Bubba


Sjálfumglaði sperrileggurinn, Bubbi Morthens (eða Ásbjörn Elskan Kristinsson Morthens eins og einhver gljáeygur aðdáandi á Wikipedia kallar hann), hefur ratað reglulega í fréttirnar upp á síðkastið vegna þeirra vandræða sem fylgja því að hafa minni aðlögunarhæfni en ísnál. Bubbi kann ekki að haga seglum eftir vindi. Eftir að hafa einhvernveginn fokið ofan í veskið hjá Sjóvá og inn á milli brjóstanna á fegurðardrottningu heldur Bubbi að það sé til sannindamerkis um að seglum hans sé einmitt hagað ákjósanlega. Ofneysla undanfarinna áratuga og almennur menntunarskortur gerir Bubba blindan fyrir eigin hlut í brestum sínum og tilfinnanlegum almennum skorti. Það er eitt að finna úr sér genginn kaffihúsaheimspeking sem nennir að samsinna manni og sjá mikla speki í jafnvel barnalegustu pælingum. Það er annað að sannfæra þjóðina um að maður hafi einhverja innstæðu. Því meira sem Bubbi opinberar sig þjóðinni, því minna blasir við. Hann er ekki einu sinni orðheppinn. Og mér er skítsama hvort heilahvelin í honum eru eitthvað einkennilega tengd, stafsetningin hjá honum getur ekki annað en ljáð grútmáttlausum móðgunum búning við hæfi.


Bubba er mikið í mun að allir trúi að hann hafi unnið fyrir peningunum sínum. Auðlegð hans er enda snöggur blettur. Maðurinn sem söng um arðræningjann sem sat á skrifstofunni á meðan táfýlan var að gera út um stelpuna á flæðilínunni keyrir í dag um á eðalvögnum og hefur hóp útlendinga í vinnu við að reisa sér herragarð. Hann situr í sínu hægindi á meðan barnungir krakkar berast á banaspjót í beinni útsendingu. Krakkar sem Bubbi er þar að auki búinn að brennimerkja sér varanlega með húðflúrum — varanlegri aðferð en jafnvel að barna stelpurnar í hópnum. Fjöldi fólks fylgist með lírukassaöpunum hamast á meðan seðlarnir streyma í vasann hjá Bubba. Sigurvegarinn fær á endanum svipuð laun og hann hefði fengið væri hann að keyra lyftara í frystihúsi. Hinir fá ekkert. Var einhver að tala um arðræningja?


Bubbi gerði sér sjóð með því að níða skóinn af manngerð sem hann er nú orðinn sjálfur. Sjálfstraustið er ekkert, hann er smámenni. Hann notar því aðferðir skólabullunnar til að halda sviðsljósinu frá sér. Hamast við að byggja upp vöðva, rífa kjaft og eltast við sætu stelpurnar. Eina ástæða þess að Bubbi hefur sett mark á þjóðarsálina er sú að hún er smásál; ferill Bubba er ferill átrúnaðar plebba. Aðdáendur Bubba eru alveg eins og aðdáendur HLH og Brimklóar, bara aðeins vitlausari. Á sínum bestu stundum nálgast Bubbi að vera það sem Megas var á sínum verstu. Langoftast er hann bara ómarkviss og tilgerðarlegur froðusnakkur.


Miðað við magn er ótrúlega lítið af merkilegum hlutum í textum Bubba. Ísbjarnarblús er lítið annað en endalausar raðir af rímuðum forsetningum, oft sama forsetningin rímuð við sjálfa sig aftur og aftur. Efnið ómerkilegar hugrenningar ómerkilegs manns. Af og til kemur texti sem sker sig úr — líklegast samdi Bakkus hann — og örsjaldan kemur grámygluleg spegilmynd úr þjóðararfinum, bara miklu lélegri en hjá Megasi.


Bubbi er þreytandi, hégómlegur og hefnigjarn. Hann á sér engar málsvarnir, hann er löngu orðinn sami helvítis haugurinn og sá sem sat á kontórnum á Ísbirninum.


Hann er munnurinn sem étur byltingarbörnin.

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll!

Oskar Petur sagði...

Ásbjörn "Elskan" Kristinsson er einmitt maðurinn sem eyðilagði tónleika Utangarðsmanna fyrir mér í flugskýlinu við Borgarnes, sumarið 2000. Honum tókst að murka lífið úr Iggy Pop með "I Wanna Be Your Dog"-kóveri og svo öskraði hann VEEEE-EEEEE-EEEE-EEEI! VÓÓÓ-ÓÓÓ-OOOO-ÓÓ!, eins og þetta væri einhver fótboltaleikur.

Hann fór næstum því að grenja úr yfirlætislegri reiði þegar einhver henti flösku upp á sviðið hjá þeim, hótandi (eða lofandi) að stöðva tónleikana. Það eina góða sem er að segja um það kvöld, er þegar hann fór af sviðinu og Pollock-Bræður hinir stórfínu fengu að spila Bodies-lögin sín í friði.

Sagan segir að á vertíð á Hornafirði, einhverntímann +/- 1980, hafi þessi maður einfaldlega ekki nennt að vinna - bara að rífa kjaft. Einn fyrrverandi verkstjóri hans hefndi sín (óvart) eftirminnilega einhverjum árum, með því að detta - nokkuð ölvaður - á míkrófóninn hans, sem small framan í hann. Ásbjörn "Elskan" hætti náttúrulega í fússi.

Á ég að halda áfram? Nei, nei, verði honum bara jeppinn hans og koltrefja-laxveiðistöngin að góðu!

Nafnlaus sagði...

Þetta er án efa besta "fokkjú Bubbi" sem ég hef lesið.

Salút!

Að fá ekki að lesa svona á bakþönkunum er móðgun fyrir lesendur Fréttablaðsins.

Ágúst Borgþór sagði...

Það er svona ritstíll sem hefur skapað Óla Sindra sérstöðu. Þegar hann tekur menn fyrir, dregur fram galla þeirra en lætur þá ekki njóta sannmælis í heildina, þá skrifar hann best. Menn taka þá innihaldinu með ákveðnum fyrirvara, þeir vita t.d. að Jónas Kristjánsson á miklu meira inni en Óli Sindri gefur honum, en sá pistill eru engu að síður skemmtilega stílaður. Sömu menn vita t.d. líka að Bubba lætur vel að semja grípandi lög og hann er nokkuð góður gítarleikari - en það væri stílbrot fyrir Óla Sindra að geta þess. Óneitanlega virka þessir rithæfileikar takmarkaðir (að geta bara skrifað vel þegar einstakar persónur eru teknar fyrir og níddar niður) en þá ber að hafa í huga að höfundurinn er aðeins 24 ára (þó að hann líti út fyrir að vera miklu eldri - sem er aukaatriði) og því hlýtur framtíðin að vera nokkuð glæst (við sjáum svo bara til hvað áfengið á eftir að skemma mikið).

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Þetta þykir mér snjöll og sanngjörn greining hjá Ágústi.

Nafnlaus sagði...

Í bloggleysi Lilliendahl, hefur ÁBS ekkert betra að gera en að benda á að það vantar egómarineringu um Bubba í pistilinn?

Fjandi góður pistill Óli Sindri.

Kudos!

Nafnlaus sagði...

Mikið ertu lítill strákur Óli. Lágvaxinn að innan sem utan.

Svo ertu rætinn, óheiðarlegur og skítugur í orðavali. Þú ert skólabókardæmi um hvað gerist þegar illa gefinn maður með minnimáttarkennd geysist fram á ritvöllinn.

Þetta væri kannski sniðugt ef þú værir ekki svona helvíti slakur penni.

Þú ert krabbamein í blaðamannastétt.

Nafnlaus sagði...

Æ hvað þetta var hressandi pistill. Það var nú samt ekki við öðru að búast en að einn æstur aðdáandi Bubba ráfaði hingað inn og tæki upp skítugan hanskann fyrir hann.

Nafnlaus sagði...

Vohó!

Maður verður að fara að velja sér lið áður en keppnin er búin, svona rétt eins og í curling þegar maður liggur veikur yfir vetrarólympíuleikunum. Maður verður að halda með einhverjum til að hafa gaman að sumum íþróttum! Verst að Bubbi og Ómar geta ekki lýst þessu, sökum hlutdrægni.

Nafnlaus sagði...

Queennata http://buy-silagra.wikidot.com http://comprare-cialis.wikidot.com http://buy-eriacta.wikidot.com Queennata

Nafnlaus sagði...

please don't say demo accounts i have many i'm talking about training in trading stocks and forex by computer. What is the best software to learn trading stocks and forex.
[url=http://miraehitech.net/bbs//zboard.php?id=business&page=6&page_num=10&select_arrange=headnum&desc=&sn=off&ss=on&sc=off&keyword=&no=66&category=]best forex software[/url]

Nafnlaus sagði...

[b]All of these girls are online now! just click on your favourite to go to their cam![/b]

[url=http://bit.ly/4VhRsV][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/1.jpg[/img][/url] [url=http://bit.ly/4VhRsV][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/2.jpg[/img][/url]
[url=http://bit.ly/4VhRsV][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/3.jpg[/img][/url] [url=http://bit.ly/4VhRsV][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/4.jpg[/img][/url]
[url=http://bit.ly/4VhRsV][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/5.jpg[/img][/url] [url=http://bit.ly/4VhRsV][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/6.jpg[/img][/url]
[url=http://bit.ly/4VhRsV][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/7.jpg[/img][/url] [url=http://bit.ly/4VhRsV][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/8.jpg[/img][/url]
[url=http://bit.ly/4VhRsV][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/9.jpg[/img][/url] [url=http://bit.ly/4VhRsV][img]http://www.hourlynetnews.com/mtree/10.jpg[/img][/url]

this will keep updating with the latest girls!

Nafnlaus sagði...

I'm newbie here, I hope to get friends at this forum

Nafnlaus sagði...

mostly viewed lkpfx

[url=http://gasockarat.blogspot.com]gas socks karate[/url]
[url=http://coffplanehack.blogspot.com]coffee planes hacky[/url]
[url=http://radscannneo.blogspot.com]radio scanner neon[/url]
[url=http://informati-ho-c.blogspot.com]information home cat[/url]
[url=http://larr-ma-us.blogspot.com]larry mat usb[/url]

usefull ultua

Nafnlaus sagði...

[url=http://dinnernow.codeplex.com/Thread/View.aspx?ThreadId=20333]buy viagra without prescription
[/url]
[url=http://dinnernow.codeplex.com/Thread/View.aspx?ThreadId=203336]cialis no prescription non generic
[/url]
[url=http://www.pyzam.com/profile/3335617]viagra uk without prescription
[/url]
[url=http://www.pyzam.com/profile/3335625]cheapest generic cialis
[/url]