18. febrúar 2008

Vefvessi

Það er ekki alveg víst að bræður mínir verði ógnarduglegir við að blogga hér allra næstu daga. Birkir þarf, eðli málsins samkvæmt, að finna einhvern ættbálk eða þjóðfélagshóp til að hrakyrða – og það getur tekið einhvern tíma. Óli Sindri er handlama eftir (og hér vitna ég í áreiðanlegustu heimildir) að hafa stigið trylltan Sorba-dans inni á einhverri sóðabúllunni og misstigið sig í atgangnum, dottið um koll og þrykkt lúkunni í bjórglassbrot svo að stóð í beini. Ígerð hreiðraði um sig í sárinu og bráðatæknar og læknar hafa unnið í allan dag og allt kvöld við að reyna að bjarga lúkunni. Hann hefur farið þrisvar sinnum á síðasta sólarhring að láta dæla sýklalyfjum í æð og bryður bakderíudrepandi sveppatöflur eins og óður maður.

Ég heyrði þó einhvern ávæning af því að Birkir væri að undirbúa einhverja langdregna vælugrein um það hvað við Óli (og sérstalega ég) hefðum verið vondir við hann í æsku (Birkir er ofvirkt miðjubarn). Eins skilst mér að Óli sé að athuga hvað hann kemst áleiðis með stöfunum sem eru vinstra megin á lyklaborðinu.


Nýtt lyklaborð ÓS

Við, karl faðir minn, höldum ótrauðir uppi stuðinu á meðan.


Birkir Freyr (12 ára)

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef Óli Sindri bloggar ekki á næstunni, þá hengi ég mig.

Nafnlaus sagði...

Hvaða rugl er þetta? Þrír bræður og pabbi þeirra að blogga saman.
Allir meira eða minna geðbilaðir og siðblindir. Einn þeirra virðist vera skólastjóri í grunnskóla úti á landi
og vílar ekki fyrir sér að gera árásir á annan skólastjóra og segja honum að drepa sig.
Viljum við að svona pakk ali upp börnin okkar?

Ragnar Þór sagði...

Óskaplega ert þú bilaður væni - og sérlega hryggilegt, ef rétt er sem þú gefur í skyn, að þú eigir börn.

Nafnlaus sagði...

Þetta segir "Skólastjórinn" víst líka við fólk í foreldraviðtölum. Ótrúlegt en satt :)

Óli Sindri sagði...

Ég ætti eflaust að bera hönd yfir höfuð mér hér, en það er úr vöndu að ráða. Önnur höndin er í gifsi frá olnboga fram að fingurkögglum og hin skartar myndarlegum æðalegg og sviðnum æðum eftir rótsterka sýklalyfjablöndu sem hellt er í hana á nokkurra tíma fresti. Vel á minnst - best að skella sér úr húsi til að fá næsta skammt.

Nafnlaus sagði...

Farið hefur fé betra en Ó.S.

Maggý sagði...

Láttu þér nú batna í lúkunni Óli Sindri minn.

Sigurður Sigurðsson sagði...

Sigurður Sigurðsson said...
æi voðalega líður þessum fyrsta kommentara illa. En fyrst þessari spurningu er varpað fram, þá held ég að það standi ekki til boða að þessir fjórir ali upp börnin okkar... eða er það nokkuð. Þó einn þeirra sé skólastjóri, þá er það ekki hans að ala upp börnin okkar er það? Allavega sé ég um uppeldið á börnunum mínum og reikna með því skólastjórinn stýri skólanum. Jafnvel þó hann kenni, þá er uppeldi barna, annarra en hans eigin, ekki í hans verkahring.

Óli Sindri sagði...

Takk fyrir það, Maggý, ég mun gera mitt besta.