4. febrúar 2008

Reiði Rottumannsins

Stórvinur minn, Símon Birgisson, lætur svo lítið að minnast á Bakþankann minn — og þessi náungi líka. Skemmtilegt.


Skemmtilegri er þó svargrein Rottumannsins sjálfs, sem ég svaraði á blogginu mínu.


Ég gleymdi samt að minnast á að mér finnst hugmyndin um unglingabókina Ó Ó afskaplega fín. Ég býð mig hér með fram til að hjálpa við skrifin — hér er t.a.m. möguleg byrjun (í anda andagiftar Rottumannsins):


Aðalpersónan er ungur strákur sem fer í skóla á Akureyri. Hann á pennaveski og skólatösku. Hann tók langferðabíl til Akureyrar, alla leið á Umferðarmiðstöðina í Hafnarstræti.

Svo er ég viss um að við náum að skella frasanum „Þú ert ekki fokking skólastjóri” einhvers staðar í söguna. Annað væri hneisa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svo skemmtilega vill til að Rottumaðurinn er sonur Páls Baldvins Baldvinssonar.

Nafnlaus sagði...

Djöfull tókstu símon í nefið, og þroskaheftu konuna og trúðinn fyrir neðann. Í nefið!