13. mars 2008

Madama Tobba


Madama Tobba skrifaði leiðarvísi um ástarmál fyrir stúlkur árið 1922, á þeim tíma þegar daður og djass tröllriðu ístöðulausum stúlkum og ekki veitti af að minna hið fagra kyn á stað sinn og stétt. Stúlka, sem vill verða að einhverju, tryggir sér góða fyrirvinnu og giftist. Síðan rembist hún við að vera „heimilisrækin, geðgóð, stjórnsöm, þolinmóð, þrifin, réttsýn, sparsöm, starfssöm, gestrisin, vingjarnleg við heimilisfólkið og ástúðleg við manninn sinn.” Allt í trausti þess og fullvissu um að á „fleyi heimilisins heldur konan um stjórnvölinn, en maðurinn er ræðarinn.”


Ljótasti löstur ungra kvenna er lauslætið: „Lauslæti — í hvaða mynd sem er — er illgresi í blómgarði ástarinnar. Það setur blett á mannorð þitt; ljótan blett, sem fín föt, ilmvötn og kvensilfur getur ekki hulið eða afmáð.” Lauslæti ræðst gegn sjálfu manneðlinu, helgi sjálfsvirðingarinnar og ástinni: „Ástin er fegursta og göfugasta tilfinningin sem í mönnunum býr og lög hennar ná jafnt til allra. [...] Okkur er bannað að fara gálauslega með líf og heilsu; sama er segja um ástina.”


Það sem meira er, lauslæti er leikur að hjörtum: „Margar stúlkur geta leikið sér að hjarta ungs ástfangins manns. Oft gera þær það i hugsunarleysi eða til þess að skemta sér við það, en venjulega ekki í illum tilgangi. En manninum fellur þetta þungt og þegar hann kemst að sannleikanum, getur táldrægnin leitt hann út á glapstigu, jafnvel til sjálfsmorðs eða annara glæpa. — Mundu það, unga stúlka, að hjartað er fínt líffæri.”


Síðan 1922 hefur margt breyst. Madama Tobba er orðinn femínisti og hefur uppgötvað á sér snípinn. Henni er fullsæmandi að draga ölvaða menn heim í bólið (með þeim eindregna ásetningi að henda þeim frá sér aftur notuðum að morgni), þar má hún gamna sér með þeim næturlangt útkámuð í sleipiefni með titrandi rafmagnskúlur í óæðri endanum. Verði hún ólétt lætur hún tortíma fóstrinu. Hún er frjáls. Femínisminn hefur frelsað hana undan forneskjulegum álögum. Hengi elskandinn sig í ástarsorg, er það hans vandi en ekki hennar.


En hvarfli að henni að svo mikið sem depla auga í átt að kynfærum manns fyrir þóknun kastar hún af sér nútímahempunni og stendur keik á peysufötunum fyrir framan spegilinn, otandi að spegilmynd sinni beinaberum fingri og tautandi í áminningartón eitthvað um ljóta bletti á skrautblómunum í ilmgarði ástarinnar.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottur pistill.

Tobbi

Nafnlaus sagði...

Kæri Óli Sindri,
Ég fróaði mér yfir bakhlið Fréttablaðsins í gær. Það er eitthvað við þurrpumpulegu íslenskuna sem þú skrifar
sem kveikir í mér. Eitthvað sem vitnar um algeran skort á sans fyrir músík í texta í bland við uppskrúfaða sjálfsgleðina sem kitlar rætur pungsins þegar
ég stend fyrir framan kaffivélina með blaðið í annarri hendi og soðið kaffið í hinni.
Sálfræðingurinn segir að þetta sé einhver negrofíl komplex hjá mér. Kannski það sé bláeygt lífreynsluleysi þitt.? Þú svo hrein – en þó svo skítug mey, ef svo má segja.

Áður en ég vissi af var ég rokinn með blaðið inn á kamarinn.
Strákarnir á verkstæðinu héldu að ég væri með drullu eða eitthvað.

Ég fékk það þegar ég las " … á skrautblómunum í ilmgarði ástarinnar…".
Þvílík snilld. Þvílíkt geldingagjamm!

Ertu til í að totta mig fyrir 40.000 krónur? Djöfull væri líka gott að fá að þjappa skítnum duglega upp í rassgatið á þér svo litlu sætu rottuaugun standa á stilkum í viku á eftir.
Hvað segirðu, ljóshærða tæfan þín?

Gummi Graði

Ágúst Borgþór sagði...

Þetta er ekki að gera sig í Fréttablaðinu. Og ég er að ekki að segja þetta af neinni Þórðargleði.
Það eru stundum frábærir sprettir á blogginu en þá ertu yfirleitt að taka menn fyrir, hrauna yfir menn á frekar ósanngjarnan hátt. Prófaðu að vera jákvæður og skrifa samt vel og eðlilega. Bæta við nýjum tónum.

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHA.
Gummi graði hittir naglann á höfuðið.

Óli Sindri sagði...

Án þess að ég vilji draga úr ánægju viðkomandi með glæstan árangur sinn þá þykir mér dulítið skrítið hvernig flest öll skítakommentin við þessa síðu koma frá sama einstaklingnum, sem sér jafnvel ástæðu til að bakka sjálfan sig upp ef undirtektir eru dræmar, og teljarinn er löngu búinn að ljóstra upp fyrir okkur bræðrum hver er.

Það sem meira er, ýmsum gæti þótt forvitnilegt að frétta hver þetta er, en hann er bara ekki þess virði að eyða í hann meira púðri.

Gerðu þitt besta, væni. Vona að kaffið sullist ekki yfir þig þar sem þú lest bakþankann og færð yfir þig brímann.

Nafnlaus sagði...

Mér þykir þetta nokkuð ferskur pistill og nokkuð hlutlaus á þann hátt að hann getur átt samastað hvar sem er og verið lesin við hvaða tækifæri sem er.

mbk,

GS

Nafnlaus sagði...

Mér gæti þótt það forvitnilegt, enda forvitinn maður. Svo ég ætla bara að skjóta. Ekki er þetta sami kauði er stóð fyrir Flautublásaranum sáluga?

Annars ágætis pistill, þó frekar háfleygur. Sting uppá að tóna það niður, smá.

Nafnlaus sagði...

Það hefði mátt bjarga kjaftinum á Gumma með smávegis af grænsápu og snyrtilegum vírbursta á sínum tíma. Annars er hann ekki svara verður.

Hlustaðu ekki á ÁBS og meint mikilvægi jákvæðninnar.

Þetta er fín grein.

Nafnlaus sagði...

Já, fínn bakþanki, þó að ég sé hreint ekki sammála meginhugmyndunum.

Skítakommentin eru skrifuð af manneskju sem á harma að hefna. Það sést langar leiðir.