5. mars 2008

Ökutímar

Aðeins meira um umferðina: var að aka Hringbrautina í Reykjavík, skammt framan við mig á götunni var bíll á leið í sömu átt og ég, honum var ekið á 50 km. hraða, sem er að sjálfsögðu alveg löglegt, en hann var á vinstri akrein, fyrst hélt ég að hann ætlaði að beygja til vinstri á næstu gatnamótum, sem hefði líka verið alveg löglegt, en hann hélt áfram og ók sem leið lá, alla Hringbrautina, Miklabraut tók við, minn maður alltaf á vinstri akrein á 50 km. hraða, eins og ekkert væri sjálfsagðara, löglegt auðvitað, en algjörlega fáránlegt, að sjálf sögðu átti þessi náungi að vera allan tímann á hægri akrein, en það sem mér finnst verst við þetta er að þessi bíll var með áberandi merkingum, sem á stóð „ÖKUKENNSLA“.

Hvern andskotann eru þessir ökukennarar að hugsa, eiginlega? Er það skrýtið þó fólk kunni ekki að keyra almennilega, þegar kennslan er svona?

Svo er það þessi eilífðar andskotans frekja og yfirgangur endalaust í umferðinni, allir aka eins og þeir hafi nýlega fest kaup í öllum götum bæjarins, eigi þær alveg skuldlaust og aðrir séu bara að flækjast fyrir á þeirra svæði .

Ef fólk gæti nú reynt að aka eins og það séu fleiri á ferðinni sem þurfa líka að komast leiðar sinnar, sýna smá tillitssemi og muna að maður er ekki einn í heiminum.

Ef þessir bölvaðir asnar gætu nú reynt að hugsa aðeins!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í Lundúnum, þar sem umferðin er óendanlega mikið betri en í Reykjavík, enda kann meðalökumaðurinn þar að aka í umferð, ólíkt Reykjavík, er ekki einu sinni talið nauðsynlegt að ökukennarinn sé með í bílnum, heldur þykir nóg að setja keilu með stafnum "L" ofan á þak bílsins.

Nafnlaus sagði...

Ég gleymdi að bæta við: ef það er ekki ætlast til að farið sé eftir reglum, þá sýnir það að allt kerfið er gallað.

Að minnsta kosti neita ég að taka þátt í svoleiðis vitleysu og vorkenni þeim sem telja sig nauðbeygða til að gera slíkt.

Nafnlaus sagði...

það er nú einmitt fólk með svona hugsanir sem ætti helst að láta það vera að keyra um of í umferðinni. Margur heldur mig sig...

Nafnlaus sagði...

Enda hef ég ekki ekið nema tvisvar eða þrisvar síðan ég tók bílpróf fyrir næstum 30 árum síðan. Hins vegar hef ég drjúga reynslu af umferð bæði í London og í Reykjavík, en ég vann sem hjólreiðasendill í London í marga mánuði. Ég gef reykvískum ökumönnum falleinkunn, öllum.