2. maí 2013

Snilld Sigmundar DavíðsMargir af vinstri væng stjórnmála geta varla á heilum sér tekið yfir snilld Sigmundar Davíðs við stjórnarmyndun. Össur Skarphéðinsson fer þar fremstur í flokki, m.a. með þessum ummælum:

„Þessi ódauðlegu orð Sigmundar Davíðs eru tærasta snilld sem ég man eftir úr sögu íslenskra stjórnarmyndana.“

Hér er hann að vísa til djóks Sigmundar um að hann myndi rúlla sér stafrófsróðina við stjórnarmyndun.

Ég er raunar á því að það sé eðlileg háttvísi að tala við alla flokka við stjórnarmyndun og tel að lýðræðislega hafi Sigmundur gert rétt. En eina snilldin við aðgerðir hans var að móðga Sjálfstæðismenn – sem rotið stjórnmálaástand í landinu er meira en viðkvæmar taugar sumra hatursmanna flokksins þola án húrrahrópa og gæsahúðar.

Ég tel raunar að Sigmundur hafi leikið af sér, eins og ég hef áður bent á. Hans helsta vopn í stjórnarmyndun var hótunin um vinstri stjórn. Hótunin, það er, ekki möguleikinn á vinstri stjórn. Það er alls engin stemmning hjá stórum hluta Samfylkingar á samstarfi við Framsókn. Stemmningin er enn minni hjá Bjartri framtíð.

Nú þarf Sigmundur að halda spilinu áfram eftir að hafa spilað út trompinu.

Bjarni Ben þarf að vera pólitískur flóðhestur, svo notuð séu orð Össurar, til að sjá það ekki að hann getur gert kröfu um forsætisráðuneytið. Að öðrum kosti eru meiri líkur en minni að umboðið skili sér aftur heim til Bessastaða og þaðan til Bjarna sem getur þá sett þá afarkosti sem hann kýs.

Ef Sigmundur afþakkar leiðtogasæti Sjalla og fer aftur til vinstri úr þessu er samningsstaðan jafn veik og þótt hann gæti líklega fengið hásæti myndi það kosta gríðarlegar málamiðlanir.

Nema, auðvitað Össur taki völdin og semji um þetta í óþökk fjölmargra flokksmanna (og stórs hluta þjóðarinnar). Hann virðist til í allt, án Árna. Er jafnvel farinn að tala um skuldaniðurfellingar Framsóknar sem torskilda snilld sem Sigmundur hinn upplýsti ætti að drífa sig að koma í framkvæmd áður en vondu Sjallarnir steli af þeim heiðrinum.

Engin ummæli: