14. desember 2010

4 daga vinnuvika

Í ljósi nýtilkomins þverpólitísks hugrekkis í að eiga við klukkuna og þeirrar kreppu sem nú herjar á okkur ætla ég að gera hugmynd Wayne Loutet, kanadíska stærðfræðikennarans og Youtube-undursins, að minni:

Íslendingar taka á sig 5% launalækkun á línuna gegn því að vinnuvikan verði stytt í 4 daga og í leiðinni verði hent út einum vikudegi (ég legg til að miðvikudagur fái að fjúka).

Kerfið verði útfært svona:

Hver vika er sex dagar. Virkir dagar eru 4 og helgardagar eru 2.

Hver mánuður er 30 dagar (fimm heilar vikur).

Hvert ár eru 12 mánuðir. Og svo bætist við ein vika í lok ársins sem sleppt er áttunda hvert ár (í stað hlaupaára).

Árið er þá 366 dagar sjö ár í röð og svo kemur eitt 360 daga ár.

Aukaverkun af þessu er að vikudagar falla alltaf á sömu dagsetningarnar. Mánudagar eru 1., 7. 15., 21. og 27. hvers mánaðar. Það er því hægt að prenta eina útgáfu af dagatölum og svo er hægt að skrifa mánuðinn inn.

Þetta myndi þýða 5% minni vinnu á ári sem við tækjum að okkur í lækkuðum launum en á móti ynnum við einum degi færri á viku.

Svona fyrst við erum farin að fikta í þessum hlutum sem við látum yfirleitt vera.

Engin ummæli: